Freyja laumaði sér inn í viðtal Morning Chalk Up við Anníe Mist og stal senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 08:30 Justin LoFranco og Anníe Mist Þórisdóttir ræða málin en Freyja Mist er þarna nýbúin að gera eitthvað fyndið og fá þau bæði til að hlæja. Skjámynd/Youtube Anníe Mist lokar ekki á það að mæta á heimsleikana í CrossFit á næsta ári. Hún gerði upp heimsleikana og ræddi framtíðina í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. Þetta var erfitt og óvenjulegt ár hjá Anníe Mist eins og hún hefur oft rætt um. Hún eignaðist barn 10. ágúst 2020 en fæðingin var mjög erfið og Anníe missti mikið blóð. Það gerði fyrstu mánuðina eftir fæðinguna mjög erfiða ekki síst fyrir íþróttkonu sem ætlaði sér að keppa við þær hraustust í heimi nokkrum mánuðum síðar. Eins og allir vita gerði hún miklu meira en að keppa á heimsleiknum því hún komst á verðlaunapallinn í sjötta sinn á sínum ferli. Magnaður árangur sem hefur vakið mikla athygli erlendis, líka utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe fór að sjálfsögðu yfir þetta allt saman í viðtalinu en hún ræddi líka ákvörðunina að fara til Bandaríkjanna án dóttur sinnar sem var líka mjög erfið ákvörðun fyrir hana. „Það var erfiðara að skilja hana eftir en ég bjóst við. Mér fannst það stundum svolítið kjánalegt þegar konur áttu erfitt með að skilja börnin sín eftir í smá tíma. Ekki það að ég sé að dæma þær en þá bjóst ég ekki við að líða þannig,“ sagði Anníe Mist. Freyja Mist varð eftir hjá foreldrum hennar en Frederik Ægidius fór með Anníe út. Fyrstu heimsleikarnir sem foreldrarnir voru ekki í stúkunni Þetta var þannig í fyrsta sinn sem Anníe keppti á heimsleikunum án þess að foreldrar hennar væru í stúkunni. „Ég vildi ekki hugsa út í þetta í aðdraganda leikanna og var alltaf vongóð um að allir gætu komist með út, annað hvort myndi Bandaríkin opna eða að við fengjum öll vegabréfsáritun. Ég vildi ekki hugsa um það því þá færi ég bara að gráta,“ sagði Anníe. „Þegar kom að þessu þá ætlaði ég bara að harka af mér. Ég sagði samt við Frederik í flugvélinni á leiðinni út að ef ég vildi fara heim á morgun þá þyrftum við að fara heim á morgun. Hann sagði: Já, ég veit það,“ sagði Anníe. watch on YouTube „Ég hugsaði um þetta eins og eina langa helgi því foreldrar mínir höfðu einu sinni verið með hana yfir eina helgi þegar ég keppti í undanúrslitunum. Þá var ég bara í burtu í tvær nætur og það var erfitt. Þá tók ég bara eina nótt í einu. Ég hugsaði: Ég get þetta í eina helgi, svo breytti ég því í eina langa helgi og svo í viku. Þá var bara vika eftir og ég vissi líka að hún hefði ekki haft gaman af því að vera úti á heimsleikunum því ég hefði ekkert getað verið með henni,“ sagði Anníe. Of erfitt að tala við Köru sem var í sömu stöðu „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og ég þurfti að fá að tala við hana á hverjum morgni og var alltaf að horfa á myndbönd með henni. Þetta var ný staða fyrir mig,“ sagði Anníe. Anníe sagði líka að hún og Kara Saunders frá Ástralíu, sem þurfti líka að skilja dóttur sína eftir heima, töldu það réttast að ræða ekki mikið móðurtilfinningarnar í miðri keppni. Þær táruðust nefnilega um leið sem gerði slíkt tal svo miklu erfiðara. Anníe viðurkenndi samt í viðtalinu að staða Köru hefði verið allt önnur og erfiðari enda fékk Kara dóttur sína ekki í fangið fyrr en fimmtán dögum eftir að Anníe og Freyja voru sameinaðar á ný. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Umrædd Freyja Mist laumaði sér síðan inn í viðtalið undir lokin og einmitt þegar Anníe var að ræða framtíðina sína. Freyja stal auðvitað senunni enda lítur út fyrir það að hún sé jafn hress og glaðvær og móðir sín. Justin LoFranco spurði Anníe út í framhaldið en hún ætlar líklega næst að keppa á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í nágrenni Austin í Texas fylki 29. til 31. október næstkomandi. Allt fer það eftir því hvernig henni líði þegar hún byrjar á fullu að æfa aftur. En verður Anníe með á næstu heimsleikunum? Hefur ekki ákveðið neitt „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Frá árinu 2013 þá hef ég alltaf tekið bara eitt ár i einu og það verður eins núna. Ef þetta ár verður eins og hin þá sérðu mig aftur á heimsleikunum því mér líður vel. Ég elska að æfa og mér leið mjög vel bæði líkamlega og andlega eftir þessa heimsleika. Hver veit en þú sérð mig líklega þar,“ sagði Anníe. Freyja Mist fékk bæði mömmu sína og Justin til að brosa út að eyrum enda hafði hún gaman af því að sjá sig á skjánum. Hér fyrir ofan má sjá allt viðtalið en hér fyrir neðan er þegar Freyja Mist kemur inn í viðtalið. CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Þetta var erfitt og óvenjulegt ár hjá Anníe Mist eins og hún hefur oft rætt um. Hún eignaðist barn 10. ágúst 2020 en fæðingin var mjög erfið og Anníe missti mikið blóð. Það gerði fyrstu mánuðina eftir fæðinguna mjög erfiða ekki síst fyrir íþróttkonu sem ætlaði sér að keppa við þær hraustust í heimi nokkrum mánuðum síðar. Eins og allir vita gerði hún miklu meira en að keppa á heimsleiknum því hún komst á verðlaunapallinn í sjötta sinn á sínum ferli. Magnaður árangur sem hefur vakið mikla athygli erlendis, líka utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe fór að sjálfsögðu yfir þetta allt saman í viðtalinu en hún ræddi líka ákvörðunina að fara til Bandaríkjanna án dóttur sinnar sem var líka mjög erfið ákvörðun fyrir hana. „Það var erfiðara að skilja hana eftir en ég bjóst við. Mér fannst það stundum svolítið kjánalegt þegar konur áttu erfitt með að skilja börnin sín eftir í smá tíma. Ekki það að ég sé að dæma þær en þá bjóst ég ekki við að líða þannig,“ sagði Anníe Mist. Freyja Mist varð eftir hjá foreldrum hennar en Frederik Ægidius fór með Anníe út. Fyrstu heimsleikarnir sem foreldrarnir voru ekki í stúkunni Þetta var þannig í fyrsta sinn sem Anníe keppti á heimsleikunum án þess að foreldrar hennar væru í stúkunni. „Ég vildi ekki hugsa út í þetta í aðdraganda leikanna og var alltaf vongóð um að allir gætu komist með út, annað hvort myndi Bandaríkin opna eða að við fengjum öll vegabréfsáritun. Ég vildi ekki hugsa um það því þá færi ég bara að gráta,“ sagði Anníe. „Þegar kom að þessu þá ætlaði ég bara að harka af mér. Ég sagði samt við Frederik í flugvélinni á leiðinni út að ef ég vildi fara heim á morgun þá þyrftum við að fara heim á morgun. Hann sagði: Já, ég veit það,“ sagði Anníe. watch on YouTube „Ég hugsaði um þetta eins og eina langa helgi því foreldrar mínir höfðu einu sinni verið með hana yfir eina helgi þegar ég keppti í undanúrslitunum. Þá var ég bara í burtu í tvær nætur og það var erfitt. Þá tók ég bara eina nótt í einu. Ég hugsaði: Ég get þetta í eina helgi, svo breytti ég því í eina langa helgi og svo í viku. Þá var bara vika eftir og ég vissi líka að hún hefði ekki haft gaman af því að vera úti á heimsleikunum því ég hefði ekkert getað verið með henni,“ sagði Anníe. Of erfitt að tala við Köru sem var í sömu stöðu „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og ég þurfti að fá að tala við hana á hverjum morgni og var alltaf að horfa á myndbönd með henni. Þetta var ný staða fyrir mig,“ sagði Anníe. Anníe sagði líka að hún og Kara Saunders frá Ástralíu, sem þurfti líka að skilja dóttur sína eftir heima, töldu það réttast að ræða ekki mikið móðurtilfinningarnar í miðri keppni. Þær táruðust nefnilega um leið sem gerði slíkt tal svo miklu erfiðara. Anníe viðurkenndi samt í viðtalinu að staða Köru hefði verið allt önnur og erfiðari enda fékk Kara dóttur sína ekki í fangið fyrr en fimmtán dögum eftir að Anníe og Freyja voru sameinaðar á ný. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Umrædd Freyja Mist laumaði sér síðan inn í viðtalið undir lokin og einmitt þegar Anníe var að ræða framtíðina sína. Freyja stal auðvitað senunni enda lítur út fyrir það að hún sé jafn hress og glaðvær og móðir sín. Justin LoFranco spurði Anníe út í framhaldið en hún ætlar líklega næst að keppa á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í nágrenni Austin í Texas fylki 29. til 31. október næstkomandi. Allt fer það eftir því hvernig henni líði þegar hún byrjar á fullu að æfa aftur. En verður Anníe með á næstu heimsleikunum? Hefur ekki ákveðið neitt „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Frá árinu 2013 þá hef ég alltaf tekið bara eitt ár i einu og það verður eins núna. Ef þetta ár verður eins og hin þá sérðu mig aftur á heimsleikunum því mér líður vel. Ég elska að æfa og mér leið mjög vel bæði líkamlega og andlega eftir þessa heimsleika. Hver veit en þú sérð mig líklega þar,“ sagði Anníe. Freyja Mist fékk bæði mömmu sína og Justin til að brosa út að eyrum enda hafði hún gaman af því að sjá sig á skjánum. Hér fyrir ofan má sjá allt viðtalið en hér fyrir neðan er þegar Freyja Mist kemur inn í viðtalið.
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira