Enski boltinn

LeBron James hefur grætt níu milljarða á því að fjárfesta í Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James í heimsókn á Anfield leikvanginum stuttu eftir að hann eignaðist tvö prósent hlut í félaginu.
LeBron James í heimsókn á Anfield leikvanginum stuttu eftir að hann eignaðist tvö prósent hlut í félaginu. Getty/Andrew Powell

Það var mjög góð ákvörðun hjá LeBron James að ákveða að setja pening í enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool fyrir áratug síðan.



Nathan Baugh hjá sidelinesprint.com hefur verið að fara yfir peningamálin hjá NBA stórstjörnunni LeBron James sem er sá fyrsti í sögu deildarinnar til að vinna sér inn einn milljarða Bandaríkjdala. Einn milljarður dala eru 128 milljarðar í íslenskum krónum í dag.

Samkvæmt útreikningum Baugh þá hefur James fengið 346 milljónir dollara fyrir að spila og 700 milljónir dollara út úr öðrum fjárfestingum.

James hefur fengið mikinn pening frá Nike og Beats og þá hefur Blaze pizzastaðurinn hans gengið mjög vel.

Það er líka athyglisvert að fjárfesting hans í Liverpool var að gefa honum mikið á leið hans að milljarðinum.

Árið 2011 þá keypti James tvö prósent hlut fyrir 6,5 milljónir dollara eða 831 milljónir íslenskra króna í dag.

Þessi peningur hefur margfaldast á þessum áratug og er nú metinn á áttatíu milljónir dollara eða um 10,2 milljarða íslenskra króna.

James hefur því grætt meira en níu milljarða íslenskra króna á því að fjárfesta í enska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×