Innlent

55 í sótt­kví vegna smita tengdum Heilsu­stofnun

Atli Ísleifsson skrifar
Heilsustofnunin í Hveragerði er starfrækt af Náttúrulækningafélagi Íslands.
Heilsustofnunin í Hveragerði er starfrækt af Náttúrulækningafélagi Íslands. Heilsustofnun

Starfsemi Heilsustofnunar er komin af stað aftur eftir tveggja daga meðferðahlé á meðan unnið var að smitrakningu eftir að skjólstæðingur greindist með kórónuveiruna síðastliðinn þriðjudag. Alls eru nú 55 í sóttkví vegna tveggja einstaklinga sem hafa dvalið hjá Heilsustofnun og greinst með veiruna.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að smitrakning hafi gengið vel og endurhæfingarstarf hafist aftur í gær. 52 eru nú í sóttkví vegna smitsins sem greindist á þriðjudag.

„Tilkynning barst í morgun frá smitrakningateymi ríkislögreglustjóra um annað smit sem er óskylt hinu fyrra. Unnið er að smitrakningu en ekki er talin þörf á að gera hlé á starfseminni.

Um er að ræða einstakling sem kom til dvalar sl. mánudag en fór af staðnum daginn eftir. Þrír starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví vegna þess,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×