Heilsa og heilbrigðisvarnir, út fyrir boxið Geir Sigurður Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 13:32 Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Börn og uppeldi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun