Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 12:32 Afganar hafa barist um að komast yfir girðingarnar sem umlykja alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Sumir hafa gripið á það ráð að múta Talibönum. Getty/STR Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. Enn ríkir mikil ringulreið á flugvellinum í Kabúl sem Talibanar kenna Bandaríkjamönnum um. Leiðtogi Talíbana er mættur til Kabúl til stjórnarmyndunarviðræðna. Þúsundir ef ekki milljónir Afgana hafa flúið heimili sín og haldið til Kabúl undanfarna daga í von um að komast um borð í flugvél á alþjóðaflugvellinum í borginni og flýja landið. Vegna þessa hafa Talibanar staðið vörð við flugvöllinn til að koma í veg fyrir að fólk komist inn fyrir girðingarnar. „Talibanar hafa verið dálítið harðir við flugvöllinn,“ segir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl. „Það eru allir alveg rosalega hræddir, Talibanar eru að fara hús úr húsi í sumum hverfum.“ Árni er sjálfur staddur í Madríd og vinnur nú að því að hjálpa nemendum sínum að flýja frá Afganistan. Hann segir það mikið vandaverk og hættulegt sé að reyna að komast inn á flugvöllinn. „Ég var í síma með einni stúlku sem var við flugvöllinn og ég var að reyna að koma henni inn, við heyrðum skothvelli og hún varð hrædd náttúrulega og flúði,“ segir Árni. Stúlkan fór aftur heim til sín þann dag og náði svo daginn eftir að komast inn á flugvöllinn úr landi. Árni segir ljóst að þeir sem komu inn þennan sama dag hafi mútað Talibönum. „Það komust nokkrir inn og þeir sem komust inn líklega komust inn með því að rétta þeim tösku af peningum.“ Fjöldi ríkja hefur tilkynnt að þau muni taka á móti afgönsku flóttafólki, þar á meðal Bretland, Kanada og Ástralía. Enn hefur slík ákvörðun ekki verið tekin hér á landi en flóttamannanefnd skilaði tillögum um móttöku Afgana hér á landi til ráðherra í gær. Enn er ekki ljóst hvað felist í þeim tillögum en þær verða ræddar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Afganistan Tengdar fréttir Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Enn ríkir mikil ringulreið á flugvellinum í Kabúl sem Talibanar kenna Bandaríkjamönnum um. Leiðtogi Talíbana er mættur til Kabúl til stjórnarmyndunarviðræðna. Þúsundir ef ekki milljónir Afgana hafa flúið heimili sín og haldið til Kabúl undanfarna daga í von um að komast um borð í flugvél á alþjóðaflugvellinum í borginni og flýja landið. Vegna þessa hafa Talibanar staðið vörð við flugvöllinn til að koma í veg fyrir að fólk komist inn fyrir girðingarnar. „Talibanar hafa verið dálítið harðir við flugvöllinn,“ segir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl. „Það eru allir alveg rosalega hræddir, Talibanar eru að fara hús úr húsi í sumum hverfum.“ Árni er sjálfur staddur í Madríd og vinnur nú að því að hjálpa nemendum sínum að flýja frá Afganistan. Hann segir það mikið vandaverk og hættulegt sé að reyna að komast inn á flugvöllinn. „Ég var í síma með einni stúlku sem var við flugvöllinn og ég var að reyna að koma henni inn, við heyrðum skothvelli og hún varð hrædd náttúrulega og flúði,“ segir Árni. Stúlkan fór aftur heim til sín þann dag og náði svo daginn eftir að komast inn á flugvöllinn úr landi. Árni segir ljóst að þeir sem komu inn þennan sama dag hafi mútað Talibönum. „Það komust nokkrir inn og þeir sem komust inn líklega komust inn með því að rétta þeim tösku af peningum.“ Fjöldi ríkja hefur tilkynnt að þau muni taka á móti afgönsku flóttafólki, þar á meðal Bretland, Kanada og Ástralía. Enn hefur slík ákvörðun ekki verið tekin hér á landi en flóttamannanefnd skilaði tillögum um móttöku Afgana hér á landi til ráðherra í gær. Enn er ekki ljóst hvað felist í þeim tillögum en þær verða ræddar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.
Afganistan Tengdar fréttir Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52
Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40
Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05