Enski boltinn

Áfram skorar Ings - Jafnt hjá Benítez og Bielsa

Valur Páll Eiríksson skrifar
Aston Villa v Newcastle United - Premier League BIRMINGHAM, ENGLAND - AUGUST 21: Danny Ings of Aston Villa celebrates with teammate Jacob Ramsey (R) after victory in the Premier League match between Aston Villa and Newcastle United at Villa Park on August 21, 2021 in Birmingham, England. (Photo by Ryan Pierse/Getty Images)
Aston Villa v Newcastle United - Premier League BIRMINGHAM, ENGLAND - AUGUST 21: Danny Ings of Aston Villa celebrates with teammate Jacob Ramsey (R) after victory in the Premier League match between Aston Villa and Newcastle United at Villa Park on August 21, 2021 in Birmingham, England. (Photo by Ryan Pierse/Getty Images) Ryan Pierse/Getty Images

Aston Villa komst á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið lagði Newcastle United að velli. Jafntefli var í hinum tveimur leikjum sem fram fóru um miðjan dag.

Aston Villa tapaði 3-2 fyrir nýliðum Watford í fyrsta leik þar sem nýji maðurinn Danny Ings skoraði annað marka Villa. Ings var aftur á skotskónum í dag er hann kom Villa í forystu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Anwar El-Ghazi skoraði svo annað mark Villa úr vítaspyrnu á 62. mínútu og þar við sat. Villa er því komið með þrjú stig eftir tvo leiki en Newcastle er án stiga eftir tap fyrir West Ham í fyrsta leik.

Á Elland Road í Leeds skildu heimamenn í Leeds United, undir stjórn Marcelo Bielsa, og Everton, stýrt af Rafael Benítez, jöfn 2-2.

Dominic Calvert-Lewin skoraði úr vítaspyrnu á 30. mínútu til að koma Everton yfir en Mateusz Klich jafnaði skömmu fyrir leikhlé með marki fyrir Leeds.

Demarai Gray kom Everton yfir á ný snemma í fyrri hálfleik en Brasilíumaðurinn Raphinha tryggði Leeds sitt fyrsta stig í deildinni. Everton er með fjögur stig en Leeds eitt.

Crystal Palace, sem Patrick Vieira tók við af Roy Hodgson í sumar, náði ekki einni marktilraun á rammann er liðið gerði markalaust jafntefli við nýliða Brentford á Selhurst Park í Lundúnum.

Palace fékk þar með sitt fyrsta stig í deildinni en Brentford er með fjögur stig eftir sigur á Arsenal síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×