Dæmd fyrir hatursglæp fyrir að keyra á tvö þeldökk börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 16:15 Nicole Poole Franklin var dæmd í tuttugu og fimm ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæpi. Skjáskot Kona frá Iowa hefur verið dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæp. Konan gerðist sek um tilraun til manndráps gegn tveimur börnum af afrískum eða miðausturlenskum uppruna með því að keyra á þau viljandi. Konan hélt að börnin væru frá Mexíkó. Nicole Poole Franklin var á fimmtudag dæmd í 304 mánaða fangelsi af alríkisdómara. Það þýðir jafnframt að hún mun afplána dóminn í alríkisfangelsi, en þar er iðulega töluvert meiri löggæsla en í öðrum fangelsum. CNN greinir frá. Franklin fær að afplána árin 25 samtímis 17 og hálfs árs dómi sem hún hlaut í apríl fyrir morðtilraun. Hún játaði í apríl að hafa gerst sek um tvö brot gegn lögum um hatursglæpi. Franklin sem er 43 ára gömul, ók bíl sínum um bæinn Des Moines í Iowa þann 9. desember 2019, þegar hún sá tólf ára gamlan dreng ganga með ættingja sínum og ákvað að keyra á drenginn. Ástæðan: Hún taldi að hann væri af miðausturlenskum eða afrískum uppruna að sögn saksóknara. Árásin náðist á myndbandsupptöku og segja saksóknarar að á henni sjáist að Franklin hafi viljandi keyrt yfir fótinn á drengnum, sem er svartur, og hafi svo ekið í burtu. Drengurinn slapp við skrekkinn og var lítillega særður. Um klukkustund síðar keyrði Franklin á hina fjórtán ára gömlu Nataliu Miranda, sem var á leið heim af körfuboltaæfingu. Eftir að Franklin var handtekin sagði hún við lögreglumenn að hún hafi keyrt á Miranda vegna þess að hún taldi hana vera frá Mexíkó. Rúmum klukkutíma eftir að hún keyrði á Miranda gekk Franklin berserksgang í verslun þar sem hún kallaði niðrandi ókvæðisorðum að búðarstarfsmönnum og kastaði í þá vörum úr búðinni. Franklin var handtekin stuttu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð en upprunalega stóð að konan hefði verið dæmd fyrir morð. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Nicole Poole Franklin var á fimmtudag dæmd í 304 mánaða fangelsi af alríkisdómara. Það þýðir jafnframt að hún mun afplána dóminn í alríkisfangelsi, en þar er iðulega töluvert meiri löggæsla en í öðrum fangelsum. CNN greinir frá. Franklin fær að afplána árin 25 samtímis 17 og hálfs árs dómi sem hún hlaut í apríl fyrir morðtilraun. Hún játaði í apríl að hafa gerst sek um tvö brot gegn lögum um hatursglæpi. Franklin sem er 43 ára gömul, ók bíl sínum um bæinn Des Moines í Iowa þann 9. desember 2019, þegar hún sá tólf ára gamlan dreng ganga með ættingja sínum og ákvað að keyra á drenginn. Ástæðan: Hún taldi að hann væri af miðausturlenskum eða afrískum uppruna að sögn saksóknara. Árásin náðist á myndbandsupptöku og segja saksóknarar að á henni sjáist að Franklin hafi viljandi keyrt yfir fótinn á drengnum, sem er svartur, og hafi svo ekið í burtu. Drengurinn slapp við skrekkinn og var lítillega særður. Um klukkustund síðar keyrði Franklin á hina fjórtán ára gömlu Nataliu Miranda, sem var á leið heim af körfuboltaæfingu. Eftir að Franklin var handtekin sagði hún við lögreglumenn að hún hafi keyrt á Miranda vegna þess að hún taldi hana vera frá Mexíkó. Rúmum klukkutíma eftir að hún keyrði á Miranda gekk Franklin berserksgang í verslun þar sem hún kallaði niðrandi ókvæðisorðum að búðarstarfsmönnum og kastaði í þá vörum úr búðinni. Franklin var handtekin stuttu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð en upprunalega stóð að konan hefði verið dæmd fyrir morð.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira