Enski boltinn

Tveir sigrar í fyrstu tveim hjá Brighton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Shane Duffy fagnar marki sínu með liðsfélaga sínu Pascal Gross.
Shane Duffy fagnar marki sínu með liðsfélaga sínu Pascal Gross. Eddie Keogh/Getty Images

Brighton hafði betur þegar að liðið tók á móti nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-0, en Brighton hefur nú unnið báða leiki sína á tímabilinu.

Varnamaðurinn Shane Duffy kok Brighton yfir strax á tíundu mínútu eftir fyrirgjöf Pascal Gross. Mark Duffy var virkilega fallegt þar sem að skalli hans fór af slánni og inn.

Neal Maupay tvöfaldaði forystu Brighton manna á 41. mínútu þegar hann nýtti sér slæm mistök í vörn Watford og staðan því 2-0 þegar flautað ver til hálfleiks.

Þrátt fyrir að Watford hafi verið meira með boltann í seinni hálfleik náðu þeir ekki að skapa sér nægilega opin færi til að koma boltanum í netið. Lokatölur því 2-0 og Brighton er með sex stig eftir tvo leiki. Watford er með þrjú stig eftir sigur gegn Aston Villa í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×