Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 09:01 Anna Nordqvist lék frábærlega í gær. Charlie Crowhurst/R&A/R&A via Getty Images Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag. Nordqvist átti stórbrotinn hring þar sem hún lék á 54 höggum, sjö undir pari vallar, sem var besti hringur mótsins til þessa. Hún fékk sjö fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Með árangrinum skaust hún upp úr 23.-30. sæti á toppinn. Nordqvist er á níu höggum undir pari en jöfn henni er hin danska Nanna Koertz Madsen sem lék á 57 höggum, fjórum undir pari, á Carnoustie í gær og er einnig á níu undir parinu í heildina. Lokahringur Opna breska meistaramótsins verður leikinn í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf. Madelene Sagstrom's putting is on fire The Swede makes a birdie at the 11th and joins the leaders on -7#AIGWO #WorldClass pic.twitter.com/NPzKFS5JZZ— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 Spennan er mikil á toppnum þar sem hin bandaríska Lizette Salas er aðeins höggi á eftir Norðurlandakonunum en hún var í 3.-4. sæti eftir fyrstu tvo hringina. Hringur upp á tvö högg undir pari dugar henni til að vera ein í þriðja sæti á átta undir parinu. Tvær Norðurlandakonur til viðbótar koma þar á eftir. Hin sænska Madelene Sagström lék á þremur undir pari í gær og er á sjö undir pari í heildina. Sanna Nuutinen frá Finnlandi er með sama skor eftir að hafa leikið einu höggi betur en Sagström. What a putt and what a roar! Louise Duncan delights the home spectators at Carnoustie. Her dream week continues! #AIGWO #WorldClass pic.twitter.com/B8s9BPgpe5— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 4.-7. sætinu deila með þeim tveimur Lexi Thompson frá Bandaríkjunum og heimakonan Louise Duncan. Sú hefur vakið athygli á mótinu en hún er skráð sem áhugamaður. Nýlega fagnaði hún sigri á Opna breska mótinu fyrir áhugamenn og var höggi frá toppnum eftir fyrsta hringinn. Duncan hefur nú skráð sig inn í toppbaráttuna fyrir lokahringinn í dag. Hin enska Georgia Hall, sem vann mótið árið 2018, var í forystu eftir annan hringinn ásamt Minu Harigae frá Bandaríkjunum. Harigae fataðist flugið í gær er hún lék á fjórum yfir pari og hrundi niður í 27.-32. sæti. The leaderboard heading into Sunday's final round!We are all set for an absolutely thrilling final day!Full scores here https://t.co/X6tq4f6GW1#WorldClass pic.twitter.com/MDavKY8qsF— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 Hall er aðeins höggi á eftir Sagström, Nuutinen, Thompson og Duncan. Ólympíumeistarinn Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, er á sex höggum undir pari líkt og Hall, auk fimm annarra. Ljóst er að spennan verður mikil á lokahringnum í dag og sýnir hörkuhringur Nordqvist í gær að alls kyns sviptingar geta átt sér stað. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna breska Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nordqvist átti stórbrotinn hring þar sem hún lék á 54 höggum, sjö undir pari vallar, sem var besti hringur mótsins til þessa. Hún fékk sjö fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Með árangrinum skaust hún upp úr 23.-30. sæti á toppinn. Nordqvist er á níu höggum undir pari en jöfn henni er hin danska Nanna Koertz Madsen sem lék á 57 höggum, fjórum undir pari, á Carnoustie í gær og er einnig á níu undir parinu í heildina. Lokahringur Opna breska meistaramótsins verður leikinn í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf. Madelene Sagstrom's putting is on fire The Swede makes a birdie at the 11th and joins the leaders on -7#AIGWO #WorldClass pic.twitter.com/NPzKFS5JZZ— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 Spennan er mikil á toppnum þar sem hin bandaríska Lizette Salas er aðeins höggi á eftir Norðurlandakonunum en hún var í 3.-4. sæti eftir fyrstu tvo hringina. Hringur upp á tvö högg undir pari dugar henni til að vera ein í þriðja sæti á átta undir parinu. Tvær Norðurlandakonur til viðbótar koma þar á eftir. Hin sænska Madelene Sagström lék á þremur undir pari í gær og er á sjö undir pari í heildina. Sanna Nuutinen frá Finnlandi er með sama skor eftir að hafa leikið einu höggi betur en Sagström. What a putt and what a roar! Louise Duncan delights the home spectators at Carnoustie. Her dream week continues! #AIGWO #WorldClass pic.twitter.com/B8s9BPgpe5— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 4.-7. sætinu deila með þeim tveimur Lexi Thompson frá Bandaríkjunum og heimakonan Louise Duncan. Sú hefur vakið athygli á mótinu en hún er skráð sem áhugamaður. Nýlega fagnaði hún sigri á Opna breska mótinu fyrir áhugamenn og var höggi frá toppnum eftir fyrsta hringinn. Duncan hefur nú skráð sig inn í toppbaráttuna fyrir lokahringinn í dag. Hin enska Georgia Hall, sem vann mótið árið 2018, var í forystu eftir annan hringinn ásamt Minu Harigae frá Bandaríkjunum. Harigae fataðist flugið í gær er hún lék á fjórum yfir pari og hrundi niður í 27.-32. sæti. The leaderboard heading into Sunday's final round!We are all set for an absolutely thrilling final day!Full scores here https://t.co/X6tq4f6GW1#WorldClass pic.twitter.com/MDavKY8qsF— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 Hall er aðeins höggi á eftir Sagström, Nuutinen, Thompson og Duncan. Ólympíumeistarinn Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, er á sex höggum undir pari líkt og Hall, auk fimm annarra. Ljóst er að spennan verður mikil á lokahringnum í dag og sýnir hörkuhringur Nordqvist í gær að alls kyns sviptingar geta átt sér stað. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna breska Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira