Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2021 09:46 Vegna fjárskorts var ákveðið að byrja á mjóum malarslóða fyrir torfærutæki. Sveitarfélagið Qeqqata Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn. Í grænlenska miðlinum Sermitsiaq eru birtar myndir af veginum og vitnað í fréttatilkynningu sveitarfélagsins Qeqqata. Þar segist bæjarstjórinn, Malik Berthelsen, hafa nýtt hluta af sumarleyfinu til að ganga eftir nýja veginum. Lýsir hún ánægju sinni með framgang verksins og hversu auðvelt sé að ganga hann en einnig megi hjóla hann. Bæjarstjórinn segir veginn liggja um hrífandi náttúru.Qeqqata Kommunia Þetta verður fyrsti vegur landsins sem tengir saman tvo þéttbýlisstaði. Bærinn Sisimiut er sá næstfjölmennasti á Grænlandi, með um 5.600 íbúa, og í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður, er aðalflugvöllur landsins en þar búa um 500 manns. Það var síðla árs 2019 sem grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu til verksins en þá fjallaði Stöð 2 um vegagerðina: Raunar er nær að tala um vegslóða fremur en venjulegan bílveg. Vegna takmarkaðra fjármuna var ákveðið að leggja slóða í ætt við íslenska hálendisvegi sem fyrst og fremst yrði ætlaður fjórhjólum en einnig breyttum jeppum. Grænlendingar hófu samstarf við íslenskt fyrirtæki um að smíða rútujeppa fyrir veginn en sagt var frá jeppanum í frétt Stöðvar 2 í fyrravor: Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrstu tuttugu kílómetrar vegarins yrðu góður malarvegur sem venjulegar rútur og bílar gætu ekið. En sveitarfélagið segir að mikil úrkoma og sífreri hafi reynst erfið og því hafi verið ákveðið að leggja þennan fyrsta kafla einnig sem torfæruslóð en vegurinn liggur allur norðan heimskautsbaugs. Bæjarstjórinn segir veginn þræða hrífandi náttúru og nú þegar hafi skapast tækifæri til að nýta hann í þágu ferðaþjónustu og útivistar. Markmiðið sé að í framtíðinni verði hann byggður upp sem hefðbundinn bílvegur. Grænland Vegagerð Samgöngur Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Í grænlenska miðlinum Sermitsiaq eru birtar myndir af veginum og vitnað í fréttatilkynningu sveitarfélagsins Qeqqata. Þar segist bæjarstjórinn, Malik Berthelsen, hafa nýtt hluta af sumarleyfinu til að ganga eftir nýja veginum. Lýsir hún ánægju sinni með framgang verksins og hversu auðvelt sé að ganga hann en einnig megi hjóla hann. Bæjarstjórinn segir veginn liggja um hrífandi náttúru.Qeqqata Kommunia Þetta verður fyrsti vegur landsins sem tengir saman tvo þéttbýlisstaði. Bærinn Sisimiut er sá næstfjölmennasti á Grænlandi, með um 5.600 íbúa, og í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður, er aðalflugvöllur landsins en þar búa um 500 manns. Það var síðla árs 2019 sem grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu til verksins en þá fjallaði Stöð 2 um vegagerðina: Raunar er nær að tala um vegslóða fremur en venjulegan bílveg. Vegna takmarkaðra fjármuna var ákveðið að leggja slóða í ætt við íslenska hálendisvegi sem fyrst og fremst yrði ætlaður fjórhjólum en einnig breyttum jeppum. Grænlendingar hófu samstarf við íslenskt fyrirtæki um að smíða rútujeppa fyrir veginn en sagt var frá jeppanum í frétt Stöðvar 2 í fyrravor: Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrstu tuttugu kílómetrar vegarins yrðu góður malarvegur sem venjulegar rútur og bílar gætu ekið. En sveitarfélagið segir að mikil úrkoma og sífreri hafi reynst erfið og því hafi verið ákveðið að leggja þennan fyrsta kafla einnig sem torfæruslóð en vegurinn liggur allur norðan heimskautsbaugs. Bæjarstjórinn segir veginn þræða hrífandi náttúru og nú þegar hafi skapast tækifæri til að nýta hann í þágu ferðaþjónustu og útivistar. Markmiðið sé að í framtíðinni verði hann byggður upp sem hefðbundinn bílvegur.
Grænland Vegagerð Samgöngur Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna