Enski boltinn

Fyrsta mark Alli í rúmt ár tryggði Tottenham sigur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Dele Alli var hetja Tottenham-manna.
Dele Alli var hetja Tottenham-manna. Marc Atkins/Getty Images

Tottenham Hotspur vann 1-0 sigur á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Á Molineux-vellinum í Wolverhampton mætti Nuno Espírito Santo á sinn gamla heimavöll með Tottenham, en sá yfirgaf Wolves í sumar til að taka við Spurs.

Tottenham vann Manchester City 1-0 í fyrstu umferð en Wolves tapaði 1-0 fyrir Leicester City.

Dele Alli skoraði eina mark fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu á 10. mínútu. Hann skoraði þar sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í rúmt ár, síðan hann skoraði úr víti gegn Burnley í mars 2020.

Úlfarnir voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði hálfleiks, þar sem Adama Traoré fór fyrir sóknarleik liðsins. Þeim tókst hins vegar ekki að setja mark sitt á leikinn og staðan í hléi 1-0.

Hvorugu liðinu tókst þá að skora í síðari hálfleiknum og vann Tottenham 1-0 sigur.

Nuno fer því vel af stað við stjórnvölin og er Tottenham með fullt hús stiga eftir tvo 1-0 sigra. Nuno Lage, sem tók við af honum hjá Úlfunum, leitar hins vegar enn sinna fyrstu stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×