Framtakssamir krakkar reka sjoppur í kofum í Úlfarsárdal Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 20:00 Hátt í tíu sjoppur hafa risið í kofum í Úlfarsárdal. stöð2 Framtakssamir krakkar reka nú sjoppur í kofum í Úlfarsárdal. Þar má finna kaupmenn á hverju horni en hátt í tíu sjoppur hafa risið á síðustu dögum og þéna krakkarnir vel á sölunni. Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára. Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára.
Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira