Fékk ofsakvíðakast á fimm stjörnu hóteli og ákvað að breyta til Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 18:29 Eva Lúna Baldursdóttir er óhrædd við að stíga út fyrir kassann sem samfélagið vill að hún sé í. vísir Eva Lúna Baldursdóttir segir að fólk eigi að vera óhrætt við að enduruppgötva sjálft sig. Hún hefur á síðustu misserum orðið mun andlegri en áður, hefur fundið mýktina í sjálfri sér og eltir nú meðal annars drauma sína um að verða tónlistarkona, 38 ára gömul. Eva er lögfræðingur að mennt og jógakennari. Hún hefur lengi verið virk í Samfylkingunni en pólitíkin á ekki hug hennar eins og er. Hún sinnir enn verkefnum sem lögfræðingur en andleg málefni og ekki síst listræn eiga nú einnig hug hennar. Eva Lúna ræddi þessa breytingu á sér í Harmageddon síðasta föstudag. Gat ekki farið út af hótelherberginu Spurð hvort það hafi verið einhver einn atburður sem leiddi til þess að hún fór að leita meira inn á við segir hún þá hafa verið marga. Einn standi þó upp úr: „Ég man alveg eftir því, ég var á einhverju fimm stjörnu hóteli í Amsterdam og var að fara að vinna á vinnuráðstefnu. Og ég var bara í einhverju svona ofsakvíðakasti. Gat ekki farið út og eitthvað svona sem ég hef aldrei lent í áður,“ segir Eva. „Það er bara eitthvað sem gerist þá, þá umturnast ég.“ Hún hafi átt að halda stóra kynningu á sérfræðingaráðstefnunni og að lokum komist í gegn um það með herkjum. Eftir þetta hafi hún rambað á bók um andleg málefni sem hafi verið vakning fyrir hana. „Þetta andlega ferðalag sem við erum að tala um… Maður er oft bara hvar er ég stödd og hvað er ég að gera? En þetta snýst um að tengjast inn á við,“ segir hún. „Fara þangað og treysta því alveg óháð því hvort samfélagið sé að gera kröfu um að þú sért í einhverjum kassa. Þessi kassi er enginn sannleikur.“ Hefur prófað sveppi og ayahuasca Spurð hvort hún hafi prófað ofskynjunarlyf eins og margir gera á sinni andlegu vegferð segist hún hafa gert það. „Ég hef tekið ayahuasca og ég hef farið í svona sveppaferðalag.“ Breytti það viðhorfi þínu til lífsins? „Ekki mikið. Ég var náttúrulega búin að vera á Indlandi með einhverjum gúrúum og upplifað einhverja svona reynslu í gegn um hugleiðslu. Þannig að fyrir mér var þetta ekkert svona extra,“ segir hún. Eva tekur þó fram að slík ofskynjunarlyf geti hjálpað fólki að sjá eitthvað í sinni sjálfsskoðun ef það notar þau rétt og fer inn í þá reynslu með ásetning um það. Hefur logið og haldið framhjá Atriði sem skipta meira máli fyrir hana nú en áður eru til dæmis að elta hjartað og vera góð manneskja. „Það skiptir bara rosalega miklu máli. Þá líður þér betur. Ég hef alveg prófað hitt,“ segir Eva. „Að vera með allt í smá óreiðu hér og þar. Bara já hér er ég að setja smá hvítar lygar, hér eru bara hreinar lygar, hér var ég einhvern tíma að halda fram hjá. Bara allt þetta.“ Hún hefur nú gefið út sitt fyrsta lag og segir von á plötu í nákominni framtíð. Geðheilbrigði Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Eva er lögfræðingur að mennt og jógakennari. Hún hefur lengi verið virk í Samfylkingunni en pólitíkin á ekki hug hennar eins og er. Hún sinnir enn verkefnum sem lögfræðingur en andleg málefni og ekki síst listræn eiga nú einnig hug hennar. Eva Lúna ræddi þessa breytingu á sér í Harmageddon síðasta föstudag. Gat ekki farið út af hótelherberginu Spurð hvort það hafi verið einhver einn atburður sem leiddi til þess að hún fór að leita meira inn á við segir hún þá hafa verið marga. Einn standi þó upp úr: „Ég man alveg eftir því, ég var á einhverju fimm stjörnu hóteli í Amsterdam og var að fara að vinna á vinnuráðstefnu. Og ég var bara í einhverju svona ofsakvíðakasti. Gat ekki farið út og eitthvað svona sem ég hef aldrei lent í áður,“ segir Eva. „Það er bara eitthvað sem gerist þá, þá umturnast ég.“ Hún hafi átt að halda stóra kynningu á sérfræðingaráðstefnunni og að lokum komist í gegn um það með herkjum. Eftir þetta hafi hún rambað á bók um andleg málefni sem hafi verið vakning fyrir hana. „Þetta andlega ferðalag sem við erum að tala um… Maður er oft bara hvar er ég stödd og hvað er ég að gera? En þetta snýst um að tengjast inn á við,“ segir hún. „Fara þangað og treysta því alveg óháð því hvort samfélagið sé að gera kröfu um að þú sért í einhverjum kassa. Þessi kassi er enginn sannleikur.“ Hefur prófað sveppi og ayahuasca Spurð hvort hún hafi prófað ofskynjunarlyf eins og margir gera á sinni andlegu vegferð segist hún hafa gert það. „Ég hef tekið ayahuasca og ég hef farið í svona sveppaferðalag.“ Breytti það viðhorfi þínu til lífsins? „Ekki mikið. Ég var náttúrulega búin að vera á Indlandi með einhverjum gúrúum og upplifað einhverja svona reynslu í gegn um hugleiðslu. Þannig að fyrir mér var þetta ekkert svona extra,“ segir hún. Eva tekur þó fram að slík ofskynjunarlyf geti hjálpað fólki að sjá eitthvað í sinni sjálfsskoðun ef það notar þau rétt og fer inn í þá reynslu með ásetning um það. Hefur logið og haldið framhjá Atriði sem skipta meira máli fyrir hana nú en áður eru til dæmis að elta hjartað og vera góð manneskja. „Það skiptir bara rosalega miklu máli. Þá líður þér betur. Ég hef alveg prófað hitt,“ segir Eva. „Að vera með allt í smá óreiðu hér og þar. Bara já hér er ég að setja smá hvítar lygar, hér eru bara hreinar lygar, hér var ég einhvern tíma að halda fram hjá. Bara allt þetta.“ Hún hefur nú gefið út sitt fyrsta lag og segir von á plötu í nákominni framtíð.
Geðheilbrigði Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira