Fyrrum NBA-stjarna sest aftur á skólabekk og stefnir á að spila golf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 10:30 J. R. Smith er sestur á skólabekk ásamt því að spila golf með skólaliðinu. Ben Jared/Getty Images Hinn 35 ára gamli J.R. Smith er sestur aftur á skólabekk og stefnir á að spila með golfliði skólans samhliða námi. Smith varð tvívegis NBA-meistari á ferli sínum en virðist hafa fundið sér ný áhugamál eftir að skórnir fóru upp í hillu. Það eru komin 17 ár síðan J. R. Smith hætti í námi til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Þar lék hann frá 2004 til 2020 með stuttu stoppi í Kína. Eftir að hafa orðið meistari með Los Angeles Lakers á síðasta ári ákvað hann að leggja skóna á hilluna og hefur nú skráð sig til náms í A&T State-háskólanum í Norður-Karólínu. Smith er ekki alveg hættur öllum boltaleik en hann ætlar sér að spila golf meðan hann stundar nám. College signing day for @TheRealJRSmith. The two-time @NBA champ is enrolling @NCATAggies with his sights set on the golf team.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 11, 2021 „Golf er leikur sem getur farið með þig í hæstu hæðir eða knésett þig og gert lítið úr þér. Að vita að maður ber alla ábyrgðina sjálfur, maður þarf ekki að hafa áhyggjur af liðsfélögum né spila vörn. Ég get spilað minn eigin leik og haft gaman,“ sagði J. R. Smith um hina nýju ástríðu sína í viðtali við vef PGA-mótaraðarinnar. „Mér var alltaf sagt að ég gæti farið aftur í skóla hvenær sem er ef NBA draumurinn myndi ekki ganga upp. Svo þetta er „hvenær sem er“ augnablikið mitt.“ Smith, sem er með fimm í forgjöf, stefnir á að spila með golfliði skólans um leið og NCAA gefur leyfi. Hann er einnig spenntur fyrir náminu. Always improving. @TheRealJRSmith picks @RickieFowler's brain for some swing tips. pic.twitter.com/UkrMxiQe5d— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2021 „Ég hef engan frítíma núna. Að ala upp börn og setjast á skólabekk, dagskráin hjá mér verður pökkuð og ég get ekki beðið,“ sagði fyrrum NBA-meistarinn J. R. Smith um þessa nýju áskorun í lífi sínu. Golf Körfubolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska Sjá meira
Það eru komin 17 ár síðan J. R. Smith hætti í námi til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Þar lék hann frá 2004 til 2020 með stuttu stoppi í Kína. Eftir að hafa orðið meistari með Los Angeles Lakers á síðasta ári ákvað hann að leggja skóna á hilluna og hefur nú skráð sig til náms í A&T State-háskólanum í Norður-Karólínu. Smith er ekki alveg hættur öllum boltaleik en hann ætlar sér að spila golf meðan hann stundar nám. College signing day for @TheRealJRSmith. The two-time @NBA champ is enrolling @NCATAggies with his sights set on the golf team.— PGA TOUR (@PGATOUR) August 11, 2021 „Golf er leikur sem getur farið með þig í hæstu hæðir eða knésett þig og gert lítið úr þér. Að vita að maður ber alla ábyrgðina sjálfur, maður þarf ekki að hafa áhyggjur af liðsfélögum né spila vörn. Ég get spilað minn eigin leik og haft gaman,“ sagði J. R. Smith um hina nýju ástríðu sína í viðtali við vef PGA-mótaraðarinnar. „Mér var alltaf sagt að ég gæti farið aftur í skóla hvenær sem er ef NBA draumurinn myndi ekki ganga upp. Svo þetta er „hvenær sem er“ augnablikið mitt.“ Smith, sem er með fimm í forgjöf, stefnir á að spila með golfliði skólans um leið og NCAA gefur leyfi. Hann er einnig spenntur fyrir náminu. Always improving. @TheRealJRSmith picks @RickieFowler's brain for some swing tips. pic.twitter.com/UkrMxiQe5d— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2021 „Ég hef engan frítíma núna. Að ala upp börn og setjast á skólabekk, dagskráin hjá mér verður pökkuð og ég get ekki beðið,“ sagði fyrrum NBA-meistarinn J. R. Smith um þessa nýju áskorun í lífi sínu.
Golf Körfubolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska Sjá meira