Enski boltinn

Reiðir stuðningsmenn Arsenal umkringdu bíl Artetas og sögðu honum til syndanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikel Arteta á hliðarlínunni í leiknum gegn Chelsea í gær.
Mikel Arteta á hliðarlínunni í leiknum gegn Chelsea í gær. getty/Mark Leech

Eftir tap Arsenal fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær umkringdu reiðir stuðningsmenn liðsins bíl knattspyrnustjórans Mikels Arteta.

Arsenal hefur tapað báðum leikjum í ensku úrvalsdeildinni 2-0 og liðið hefur ekki farið verr af stað í 118 ár.

Þegar Arteta ætlaði að yfirgefa Emirates leikvanginn í gær umkringdu stuðningsmenn Arsenal bíl hans og hindruðu hann í að komast í burtu.

Stuðningsmennirnir sögðu Arteta jafnframt að gera félaginu greiða og segja af sér. Öryggisverðir komu svo á staðinn og fjarlægðu stuðningsmennina svo Arteta gæti komist leiðar sinnar.

Arsenal á tvo leiki eftir fram að landsleikjahléinu. Á miðvikudaginn mætir liðið West Brom í 3. umferð deildabikarsins og á sunnudaginn sækir það svo Englandsmeistara Manchester City heim í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×