Sama sagan hjá Skyttunum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2021 22:00 Pierre-Emerick Aubameyang gæti verið á förum frá Norður-Lundúnum. Getty/Marc Atkins Breskir fjölmiðlar greina frá því að Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, sé til sölu. Stjórnendur liðsins hyggist losa hann af launaskrá áður en yfirstandandi félagsskiptagluggi lokar eftir rúma viku. Aubameyang er 32 ára gamall og gekk í raðir Skyttanna í janúar 2018 er hann var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 56 milljónir punda. Hann skoraði tíu mörk í 13 leikjum á sinni fyrstu leiktíð og fylgdi því eftir með 22 deildarmörkum næstu tvö tímabil þar á eftir þar sem hann deildi gullskó deildarinnar tímabilið 2018 til 2019. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í fyrrahaust þar sem samningur hans var við að renna út í sumar. Stjórnarmenn liðsins lögðu mikla áherslu á að halda framherjanum og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning í september í fyrra, sem rennur út sumarið 2023. Samningurinn veitir honum 350 þúsund pund í vikulaun en Aubameyang átti sitt versta tímabil fyrir félagið á síðustu leiktíð eftir að gengið var frá samningnum. Hann skoraði aðeins tíu mörk í deild og hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Á einu ári hefur hann því farið úr því að vera ómissandi lykilmaður í að fara á sölulista. Það minnir óneitanlega á sögu Þjóðverjans Mesut Özil hjá Arsenal. Sá átti sex mánuði eftir af samningi sínum þegar Arsenal gaf honum nýjan samning í janúar 2018 sem tvöfaldaði laun hans í svipaða vikulega upphæð og Aubameyang fær í dag. Özil varð að aukaleikara hjá félaginu eftir það og reyndi Arsenal ítrekað að selja hann. Það gekk illa þar sem sá þýski hafði lítinn áhuga á að sleppa frá sér gríðarháum launapakkanum. Hann fór loks til Fenebahce í Tyrklandi í janúar á þessu ári eftir að hafa verið utan úrvalsdeildarhóps Arsenal í hálft ár að telja peninga. Áhugavert verður að sjá hvort Arsenal gangi betur að losa sig við Aubameyang en Barcelona er sagt hafa áhuga á framherjanum. Hvort skuldum vafið Katalóníuliðið hafi einhver tök á að uppfylla launakröfur hans er svo önnur saga. Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Aubameyang er 32 ára gamall og gekk í raðir Skyttanna í janúar 2018 er hann var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 56 milljónir punda. Hann skoraði tíu mörk í 13 leikjum á sinni fyrstu leiktíð og fylgdi því eftir með 22 deildarmörkum næstu tvö tímabil þar á eftir þar sem hann deildi gullskó deildarinnar tímabilið 2018 til 2019. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í fyrrahaust þar sem samningur hans var við að renna út í sumar. Stjórnarmenn liðsins lögðu mikla áherslu á að halda framherjanum og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning í september í fyrra, sem rennur út sumarið 2023. Samningurinn veitir honum 350 þúsund pund í vikulaun en Aubameyang átti sitt versta tímabil fyrir félagið á síðustu leiktíð eftir að gengið var frá samningnum. Hann skoraði aðeins tíu mörk í deild og hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Á einu ári hefur hann því farið úr því að vera ómissandi lykilmaður í að fara á sölulista. Það minnir óneitanlega á sögu Þjóðverjans Mesut Özil hjá Arsenal. Sá átti sex mánuði eftir af samningi sínum þegar Arsenal gaf honum nýjan samning í janúar 2018 sem tvöfaldaði laun hans í svipaða vikulega upphæð og Aubameyang fær í dag. Özil varð að aukaleikara hjá félaginu eftir það og reyndi Arsenal ítrekað að selja hann. Það gekk illa þar sem sá þýski hafði lítinn áhuga á að sleppa frá sér gríðarháum launapakkanum. Hann fór loks til Fenebahce í Tyrklandi í janúar á þessu ári eftir að hafa verið utan úrvalsdeildarhóps Arsenal í hálft ár að telja peninga. Áhugavert verður að sjá hvort Arsenal gangi betur að losa sig við Aubameyang en Barcelona er sagt hafa áhuga á framherjanum. Hvort skuldum vafið Katalóníuliðið hafi einhver tök á að uppfylla launakröfur hans er svo önnur saga.
Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira