Að muna bara best eftir sjálfum sér Árni Múli Jónasson skrifar 24. ágúst 2021 20:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir: „Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Ríkisstjórnin hefur algjörlega gleymt þessu loforði sem hún gaf fötluðu fólki þegar hún tók við völdum í okkar auðuga landi 30. nóvember 2017. Fatlað fólk, sem getur ekki eða fær ekki tækifæri til að afla sér tekna og verður að láta örorkubætur duga fyrir allri sinni framfærslu, er tvímælalaust tekjulægsti hópurinn í íslensku samfélagi. Mjög margt fatlað fólk þarf nú að láta u.þ.b. 300 þúsund krónur á mánuði duga fyrir allri sinni framfærslu; húsaleigu, mat, fötum, lyfjum, tyggingum, síma, interneti ... Ríkisstjórnin hefur þó alls ekki gleymt öllum, eins og lesa má um í leiðara Kjarnans 24. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skodun/hvernig-verdleggur-samfelag-folk/) Þar kemur fram að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ausið fé úr ríkissjóði til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru hafi forstjórar margra þeirra ekki beinlínis þurft að lepja dauðann úr skel. „Tíu tekjuhæstu forstjórarnir voru með samtals 176,9 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf milljónir krona. Tuttugu forstjórar voru með yfir sex milljónir króna“, segir í umfjöllun Kjarnans. Og þó að ráðherrarnir hafi gleymt fötluðu fólki og kjörum þessa tekjulægsta hóps í íslensku samfélagi hafa þeir munað bara býsna vel eftir sjálfum sér, eins og fram kemur í umfjöllun Kjarnans frá 9. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skyring/laun-radherra-a-islandi-hafa-haekkad-um-874-thusund-a-fimm-arum/) Þar kemur þetta fram: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Ef þér finnst eitthvað verulega skakkt við þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir: „Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Ríkisstjórnin hefur algjörlega gleymt þessu loforði sem hún gaf fötluðu fólki þegar hún tók við völdum í okkar auðuga landi 30. nóvember 2017. Fatlað fólk, sem getur ekki eða fær ekki tækifæri til að afla sér tekna og verður að láta örorkubætur duga fyrir allri sinni framfærslu, er tvímælalaust tekjulægsti hópurinn í íslensku samfélagi. Mjög margt fatlað fólk þarf nú að láta u.þ.b. 300 þúsund krónur á mánuði duga fyrir allri sinni framfærslu; húsaleigu, mat, fötum, lyfjum, tyggingum, síma, interneti ... Ríkisstjórnin hefur þó alls ekki gleymt öllum, eins og lesa má um í leiðara Kjarnans 24. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skodun/hvernig-verdleggur-samfelag-folk/) Þar kemur fram að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ausið fé úr ríkissjóði til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru hafi forstjórar margra þeirra ekki beinlínis þurft að lepja dauðann úr skel. „Tíu tekjuhæstu forstjórarnir voru með samtals 176,9 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf milljónir krona. Tuttugu forstjórar voru með yfir sex milljónir króna“, segir í umfjöllun Kjarnans. Og þó að ráðherrarnir hafi gleymt fötluðu fólki og kjörum þessa tekjulægsta hóps í íslensku samfélagi hafa þeir munað bara býsna vel eftir sjálfum sér, eins og fram kemur í umfjöllun Kjarnans frá 9. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skyring/laun-radherra-a-islandi-hafa-haekkad-um-874-thusund-a-fimm-arum/) Þar kemur þetta fram: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Ef þér finnst eitthvað verulega skakkt við þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun