Að muna bara best eftir sjálfum sér Árni Múli Jónasson skrifar 24. ágúst 2021 20:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir: „Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Ríkisstjórnin hefur algjörlega gleymt þessu loforði sem hún gaf fötluðu fólki þegar hún tók við völdum í okkar auðuga landi 30. nóvember 2017. Fatlað fólk, sem getur ekki eða fær ekki tækifæri til að afla sér tekna og verður að láta örorkubætur duga fyrir allri sinni framfærslu, er tvímælalaust tekjulægsti hópurinn í íslensku samfélagi. Mjög margt fatlað fólk þarf nú að láta u.þ.b. 300 þúsund krónur á mánuði duga fyrir allri sinni framfærslu; húsaleigu, mat, fötum, lyfjum, tyggingum, síma, interneti ... Ríkisstjórnin hefur þó alls ekki gleymt öllum, eins og lesa má um í leiðara Kjarnans 24. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skodun/hvernig-verdleggur-samfelag-folk/) Þar kemur fram að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ausið fé úr ríkissjóði til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru hafi forstjórar margra þeirra ekki beinlínis þurft að lepja dauðann úr skel. „Tíu tekjuhæstu forstjórarnir voru með samtals 176,9 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf milljónir krona. Tuttugu forstjórar voru með yfir sex milljónir króna“, segir í umfjöllun Kjarnans. Og þó að ráðherrarnir hafi gleymt fötluðu fólki og kjörum þessa tekjulægsta hóps í íslensku samfélagi hafa þeir munað bara býsna vel eftir sjálfum sér, eins og fram kemur í umfjöllun Kjarnans frá 9. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skyring/laun-radherra-a-islandi-hafa-haekkad-um-874-thusund-a-fimm-arum/) Þar kemur þetta fram: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Ef þér finnst eitthvað verulega skakkt við þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir: „Ísland á að vera land tækifæranna fyrir alla. Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Ríkisstjórnin hefur algjörlega gleymt þessu loforði sem hún gaf fötluðu fólki þegar hún tók við völdum í okkar auðuga landi 30. nóvember 2017. Fatlað fólk, sem getur ekki eða fær ekki tækifæri til að afla sér tekna og verður að láta örorkubætur duga fyrir allri sinni framfærslu, er tvímælalaust tekjulægsti hópurinn í íslensku samfélagi. Mjög margt fatlað fólk þarf nú að láta u.þ.b. 300 þúsund krónur á mánuði duga fyrir allri sinni framfærslu; húsaleigu, mat, fötum, lyfjum, tyggingum, síma, interneti ... Ríkisstjórnin hefur þó alls ekki gleymt öllum, eins og lesa má um í leiðara Kjarnans 24. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skodun/hvernig-verdleggur-samfelag-folk/) Þar kemur fram að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ausið fé úr ríkissjóði til að verja fyrirtæki fyrir áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru hafi forstjórar margra þeirra ekki beinlínis þurft að lepja dauðann úr skel. „Tíu tekjuhæstu forstjórarnir voru með samtals 176,9 milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf milljónir krona. Tuttugu forstjórar voru með yfir sex milljónir króna“, segir í umfjöllun Kjarnans. Og þó að ráðherrarnir hafi gleymt fötluðu fólki og kjörum þessa tekjulægsta hóps í íslensku samfélagi hafa þeir munað bara býsna vel eftir sjálfum sér, eins og fram kemur í umfjöllun Kjarnans frá 9. ágúst sl. (https://kjarninn.is/skyring/laun-radherra-a-islandi-hafa-haekkad-um-874-thusund-a-fimm-arum/) Þar kemur þetta fram: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Ef þér finnst eitthvað verulega skakkt við þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar