Enski boltinn

FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA, biðlar til allra innan sambandsins að sýna samstöðu.
Gianni Infantino, forseti FIFA, biðlar til allra innan sambandsins að sýna samstöðu.

Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar.

Í gær var greint frá því að félögin innan ensku úrvalsdeildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun þess efnis að hleypa leikmönnum sínum ekki í landsliðsverkefni ef þeir þurfa að ferðast til landa á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Bretlandi þyrftu þeir þá að fara í tíu daga sóttkví við komuna aftur til landsins.

Félög á Spáni eru sömu skoðunnar og þau á Bretlandseyjum, en Infantino segist hafa stungið upp á svipaðri lausn og í kringum Evrópumótið í sumar við forsætisráðherra Bretlands. Þá gátu svokallaðir „VIP“ einstaklingar mætt á leiki á Evrópumótinu án þess að þurfa að fara í sóttkví.

„Ég hef stungið upp á lausn sem er svipuð og var notuð í kringum seinni hluta Evrópumótsins í sumar,“ sagði Infantino.

„Við höfum gengið saman í gegnum erfiðleika um heim allan áður, og verðum að gera það áfram.“

„Ég biðla til allra innan FIFA, allra deilda, og allra félaga, að sýna samstöðu og gera það sem er rétt og réttlátt fyrir leikinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×