Lífið

Sigur­borg Ósk á von á barni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sigurborg Ósk, fyrrverandi borgarfulltrúi, á von á sínu þriðja barni. 
Sigurborg Ósk, fyrrverandi borgarfulltrúi, á von á sínu þriðja barni.  Vísir/Vilhelm

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, á von á barni. Hún greinir frá þessu á Twitter og segir að „lítill laumufarþegi“ hafi fengið að fylgja með til Húsavíkur, þar sem hún býr nú, í vor.

„Barnið sparkar meira en hollt getur talist og er væntanlegt í þessa veröld í september,“ skrifar Sigurborg við tilkynninguna á Twitter.

Fyrir á Sigurborg tvo syni með manninum sínum Birni Hákoni Sveinssyni, þá Svein Jörund og Frey Völund.

Fjölskyldan hefur undanfarna mánuði notið lífsins á Húsavík eftir að Sigurborg sagði skilið við borgarstjórn í vor vegna veikinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.