Hundrað og þrír greindust með veiruna innanlands í gær. Sextíu og þrír greindust utan sóttkvíar eða 61,2 prósent en fjörtíu voru í sóttkví eða 38,8 prósent.
Ríkisstjórnin kynnir væntanlega um hádegisbil breytingar á sóttvarnareglum en núgildandi reglur renna úr gildi á morgun.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur segir formann Knattspyrnusambands Íslands vera í afneitun gagnvart kynferðisbrotum innan íþróttahreyfingarinnar. Við heyrum í henni í hádeginu.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint hér á Vísi.