Telur Chelsea sigurstranglegt en Liverpool stefna á alla titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 16:31 Alisson segir Liverpool stefna á að vinna allt galleríið, Catherine Ivill/Getty Images Alisson, markvörður Liverpool, telur Chelsea eitt sigurstranglegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Hann segir Liverpool samt sem áður stefna á að vinna alla bikara sem í boði eru. Markvörðurinn var til tals á Sky Sport þar sem hann fór yfir stórleik helgarinnar en seinni partinn á laugardag tekur Liverpool á móti Chelsea á Anfield. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og má reikna með hörkuleik. #LFC goalkeeper Alisson Becker thinks Saturday's match with #CFC is an early showdown between two of the leading contenders for the Premier League title. — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2021 Alisson segir meiri ógn stafa af Chelsea í ár en á síðustu leiktíð þar sem Romelu Lukaku er genginn í raðir Chelsea á nýjan leik. Markvörðurinn segir hins vegar að Liverpool-liðið sé einnig sterkara þar sem Virgil van Dijk er snúinn aftur eftir erfið meiðsli. „Hann gefur okkur sjálfstraust með gæðum sínum og áhrifum innan vallar. Hann gefur okkur mjög mikið varnar- og sóknarlega. Í síðasta leik (gegn Burnley) átti hann frábæra sendingu á Harvey Elliott sem bjó til seinna mark leiksins.“ „Ég trúi því að Chelsea sé eitt sigurstranglegasta lið deildarinnar í dag. Þeir sýndu hvað þeir geta með því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði Alisson við Sky. „Við vitum hversu sterkir þeir eru en við erum ekki að einblína of mikið á mótherja okkar. Við verðum að einbeita okkur að okkar spilamennsku og gefa allt sem við eigum.“ Liverpool v Chelsea is going to be SOME game #LIVCHE pic.twitter.com/N8A5NG4wEU— NOW Sport (@NOWSport) August 26, 2021 „Auðvitað viljum við vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við viljum vinna Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, FA bikarin og deildarbikarinn. Það ætti að vera markmið fyrir lið eins og okkur,“ sagði Alisson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Markvörðurinn var til tals á Sky Sport þar sem hann fór yfir stórleik helgarinnar en seinni partinn á laugardag tekur Liverpool á móti Chelsea á Anfield. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og má reikna með hörkuleik. #LFC goalkeeper Alisson Becker thinks Saturday's match with #CFC is an early showdown between two of the leading contenders for the Premier League title. — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2021 Alisson segir meiri ógn stafa af Chelsea í ár en á síðustu leiktíð þar sem Romelu Lukaku er genginn í raðir Chelsea á nýjan leik. Markvörðurinn segir hins vegar að Liverpool-liðið sé einnig sterkara þar sem Virgil van Dijk er snúinn aftur eftir erfið meiðsli. „Hann gefur okkur sjálfstraust með gæðum sínum og áhrifum innan vallar. Hann gefur okkur mjög mikið varnar- og sóknarlega. Í síðasta leik (gegn Burnley) átti hann frábæra sendingu á Harvey Elliott sem bjó til seinna mark leiksins.“ „Ég trúi því að Chelsea sé eitt sigurstranglegasta lið deildarinnar í dag. Þeir sýndu hvað þeir geta með því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði Alisson við Sky. „Við vitum hversu sterkir þeir eru en við erum ekki að einblína of mikið á mótherja okkar. Við verðum að einbeita okkur að okkar spilamennsku og gefa allt sem við eigum.“ Liverpool v Chelsea is going to be SOME game #LIVCHE pic.twitter.com/N8A5NG4wEU— NOW Sport (@NOWSport) August 26, 2021 „Auðvitað viljum við vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við viljum vinna Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, FA bikarin og deildarbikarinn. Það ætti að vera markmið fyrir lið eins og okkur,“ sagði Alisson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira