„Við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2021 07:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í. „Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
„Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent