Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. vísir

Tveir sjúklingar hafa látist af völdum covid 19 á Landspítalanum undanfarna þrjá dag. Þá hafa þrjátíu og tveir látist hér á landi frá upphafi faraldurins þar af þrír á þessu ári.

Sextíu og sex greindust með kórónuveiruna í gær og voru aðeins 27,3 prósent þeirra í sóttkví en 72,7 prósent greindust utan sóttkvíar. Sjötíu hafa verið lagðir inn á gjörgæsludeild frá því faraldurinn hófst í febrúar á síðasta ári.

Karlmaður á fimmtugsaldri liggur særður á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að lögregla skaut hann í kviðinn eftir að hann hafði skotið í allar áttir á Egilsstöðu í gær og þar með í átt að lögreglumönnum. Við heyrum í nágranna atburðanna í fréttatímanum.

Ótrúlegt er að íslenskum stjórnvöldum takist að koma öllum þeim sem til stóð að taka á móti frá Afganistan út úr landinu. Lofbrú með flóttamenn fer að lokast en allar erlendar hersveitir eiga að vera farnar frá Kabúl á þriðjudag. Um níutíu manns féllu í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í kabul í gærkvöldi.

Sex æðstu stjórnendur Kviku banka seldu bréf fyrir hundruð milljóna í bankanum í gær og tryggðu sér einnig aukinn hlut í bankanum á þriðjungi á verði þeirra í Kauphöllinni.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint hér á Vísi.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×