Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. september 2021 07:01 Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um gigg-hagkerfið og sjálfstætt starfandi fólk á Íslandi. Vinna mikið á veturnar, ekkert á sumrin… Rekstrarform giggara getur verið í gegnum einkahlutafélag (ehf.) sem fólk stofnar í kringum sig og verkefnin sín eða að fólk starfar sjálfstætt og stofnar virðisaukaskattsnúmer á sína eigin kennitölu. Listamenn og aðrir hópar þekkja þetta form vinnu mjög vel og hafa bæði reynt kosti þess og galla lengi. Flestir fasteignasalar, prófarkalesarar, hárgreiðslufólk og sjálfstæðir iðnaðarmenn, sem dæmi, hafa lengi nýtt sér þetta form vinnu lengi. Á Íslandi hefur verið algengt að fólk sé að gigga meðfram því að vera í hlutastarfi eða jafnvel fullu starfi,“ segir Árelía. Óháð rekstrarforminu segir Árelía helstu kostina við giggið vera að fólk hefur meira frelsi, sjálfstæði og getur betur hagað lífstíl sínum eftir því hvað hentar hverjum og einum. „Unnið mikið á veturnar og ekkert á sumrin, unnið þrjá daga vikunnar eða eftir hádegi og svo framvegis.“ Að hennar mati mun giggarastörfum fjölga enn frekar því þetta form eykur sveigjanleika beggja aðila, bæði vinnuveitenda og starfsfólks. Ekki öllum hentar þó að starfa sjálfsætt. „Fólk þarf að hafa hugrekki, sköpunargáfu og vera tilbúið til þess að markaðssetja sjálft sig. Þetta finnst mörgum erfitt. Fólk þarf að sjá um að skipuleggja sig og tíma sinn, fjármagnsflæði yfir árið og einnig að fá og kaupa tækni og þjónustu eins og aðrir,“ segir Árelía og bætir við: „Fólk þarf að skipuleggja og sjá um að byggja upp það sem við köllum færnimöppu í stað ferilsskrár, sjá um að viðhalda atvinnuhæfni sinni með menntun og þjálfun. Það þarf að hugsa mörg skref fram í tímann og vera virkt í að koma sér á framfæri maður á mann.“ Þá segir hún giggara vinna með mismunandi mörgum. Sumir vinna með einu til tveimur fyrirtækjum en aðrir eru með marga í einu. Covid hefur hraðað þeirri þróun að nú getur fólk unnið mörg störf hvaðan sem er. Bókin Völundarhús tækifæranna fjallar um þær byltingarkenndu breytingar sem fólk getur valið að gera á vinnutilhögun sinni til framtíðar. Völundarhús Tækifæranna Árelía telur Covid hafa flýtt fyrir þeirri þróun að giggarastörfum fjölgar hratt. „Heimsfaraldurinn hefur flýtt fyrir þróun, á því að við getum unnið hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er eins og við Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri Deloitte og meðhöfundur köllum hið nýja markaðstorg þekkingar og reynslu í bók okkar: Völundarhús Tækifæranna sem er að koma út um þessar mundir. Tæknilegar lausnir urðu betri og útbreiddari en áður og flest allir hafa lært að vinna fjarri vinnustaðnum,“ segir Árelía. Covid er þó ekki eina alheimskrísan sem flýtt hefur fyrir fjölgun giggstarfa. „Í kjölfarið á fjármálahruninu um allan heim 2008 urðu atvinnurekendur hikandi við að ráða fólk á hefðbundnum starfssamningi sem launþega. Það skapaði umhverfið fyrir að þekkingarstarfsmenn fór að ráða sig meira í gigg, það er tímabundin skilgreind verkefni.“ Árelía segir netvanga (e. platform) lengi hafa tíðkast erlendis þar sem fólk ræður sig tímabundið en þau eru oftar fyrir lálaunastörf. Þetta gerði það að verkum að lengi leit fólk á giggin sem tímabundna lausn, bæði stjórnendur og þekkingarstarfsmenn. Niðurstaðan varð hins vegar sú að báðum aðilum líkaði niðurstaðan: Giggið var að henta vel og því fór giggstörfum að fjölga. Atvinnurekendur geta ekkert án fólks Giggarar hafa frelsið til að velja sér lífstíl segir Árelía Eydís sem telur giggstörfum eiga eftir að fjölga enn meira í kjölfar Covid.Vísir/Vilhelm „Samkvæmt rannsóknum okkar þá er munur á því hvort að um þekkingarstarfsmenn er að ræða eða aðra. Þegar um þekkingarstarfsmenn er að ræða þá eru kröfurnar oft komnar frá þeim sjálfum. Hins vegar eru stórfyrirtæki eins og Amazon þekkt fyrir að ráða og reka fólk eftir hentugleik, þaðan er nafnið „hark-hagkerfi“ komið“ segir Árelía en bætir við: „Auðvitað er mikilvægt fyrir stéttafélög að vera meðvituð um að standa vörð um réttindi og skyldur launþega og allra starfsmanna og reyna að gæta þess að hin nýi hópur giggara lendi ekki á milli stafns og bryggju þegar erfitt er, eins og undanfarin tvö ár.“ Nú þegar giggurum fer fjölgandi, segir Árelía tilefni til að benda atvinnurekendum á að vera sérstaklega vakandi yfir því hvernig samband þeir byggja upp með mismunandi hópum starfsfólks á samningum. Ef ekki er fólk er reksturinn ekki í lagi. Þess vegna skiptir það atvinnurekendur ekki síst máli að huga að sambandi sínu við mismunandi hópa sem að fyrirtækjarekstri þeirra koma, launamenn, giggara og þá sem eru á öðrum samningum,“ segir Árelía og bætir við: „Sá galli sem þeir sem tóku þátt í rannsókn okkar nefndu helst var að vera einn eða að tilheyra ekki starfshópi. Þetta þurfa stjórnendur að hafa í huga.“ Vinnumarkaður Starfsframi Stjórnun Tengdar fréttir Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10. desember 2020 07:01 Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um gigg-hagkerfið og sjálfstætt starfandi fólk á Íslandi. Vinna mikið á veturnar, ekkert á sumrin… Rekstrarform giggara getur verið í gegnum einkahlutafélag (ehf.) sem fólk stofnar í kringum sig og verkefnin sín eða að fólk starfar sjálfstætt og stofnar virðisaukaskattsnúmer á sína eigin kennitölu. Listamenn og aðrir hópar þekkja þetta form vinnu mjög vel og hafa bæði reynt kosti þess og galla lengi. Flestir fasteignasalar, prófarkalesarar, hárgreiðslufólk og sjálfstæðir iðnaðarmenn, sem dæmi, hafa lengi nýtt sér þetta form vinnu lengi. Á Íslandi hefur verið algengt að fólk sé að gigga meðfram því að vera í hlutastarfi eða jafnvel fullu starfi,“ segir Árelía. Óháð rekstrarforminu segir Árelía helstu kostina við giggið vera að fólk hefur meira frelsi, sjálfstæði og getur betur hagað lífstíl sínum eftir því hvað hentar hverjum og einum. „Unnið mikið á veturnar og ekkert á sumrin, unnið þrjá daga vikunnar eða eftir hádegi og svo framvegis.“ Að hennar mati mun giggarastörfum fjölga enn frekar því þetta form eykur sveigjanleika beggja aðila, bæði vinnuveitenda og starfsfólks. Ekki öllum hentar þó að starfa sjálfsætt. „Fólk þarf að hafa hugrekki, sköpunargáfu og vera tilbúið til þess að markaðssetja sjálft sig. Þetta finnst mörgum erfitt. Fólk þarf að sjá um að skipuleggja sig og tíma sinn, fjármagnsflæði yfir árið og einnig að fá og kaupa tækni og þjónustu eins og aðrir,“ segir Árelía og bætir við: „Fólk þarf að skipuleggja og sjá um að byggja upp það sem við köllum færnimöppu í stað ferilsskrár, sjá um að viðhalda atvinnuhæfni sinni með menntun og þjálfun. Það þarf að hugsa mörg skref fram í tímann og vera virkt í að koma sér á framfæri maður á mann.“ Þá segir hún giggara vinna með mismunandi mörgum. Sumir vinna með einu til tveimur fyrirtækjum en aðrir eru með marga í einu. Covid hefur hraðað þeirri þróun að nú getur fólk unnið mörg störf hvaðan sem er. Bókin Völundarhús tækifæranna fjallar um þær byltingarkenndu breytingar sem fólk getur valið að gera á vinnutilhögun sinni til framtíðar. Völundarhús Tækifæranna Árelía telur Covid hafa flýtt fyrir þeirri þróun að giggarastörfum fjölgar hratt. „Heimsfaraldurinn hefur flýtt fyrir þróun, á því að við getum unnið hvar sem er, hvenær sem er og með hverjum sem er eins og við Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri Deloitte og meðhöfundur köllum hið nýja markaðstorg þekkingar og reynslu í bók okkar: Völundarhús Tækifæranna sem er að koma út um þessar mundir. Tæknilegar lausnir urðu betri og útbreiddari en áður og flest allir hafa lært að vinna fjarri vinnustaðnum,“ segir Árelía. Covid er þó ekki eina alheimskrísan sem flýtt hefur fyrir fjölgun giggstarfa. „Í kjölfarið á fjármálahruninu um allan heim 2008 urðu atvinnurekendur hikandi við að ráða fólk á hefðbundnum starfssamningi sem launþega. Það skapaði umhverfið fyrir að þekkingarstarfsmenn fór að ráða sig meira í gigg, það er tímabundin skilgreind verkefni.“ Árelía segir netvanga (e. platform) lengi hafa tíðkast erlendis þar sem fólk ræður sig tímabundið en þau eru oftar fyrir lálaunastörf. Þetta gerði það að verkum að lengi leit fólk á giggin sem tímabundna lausn, bæði stjórnendur og þekkingarstarfsmenn. Niðurstaðan varð hins vegar sú að báðum aðilum líkaði niðurstaðan: Giggið var að henta vel og því fór giggstörfum að fjölga. Atvinnurekendur geta ekkert án fólks Giggarar hafa frelsið til að velja sér lífstíl segir Árelía Eydís sem telur giggstörfum eiga eftir að fjölga enn meira í kjölfar Covid.Vísir/Vilhelm „Samkvæmt rannsóknum okkar þá er munur á því hvort að um þekkingarstarfsmenn er að ræða eða aðra. Þegar um þekkingarstarfsmenn er að ræða þá eru kröfurnar oft komnar frá þeim sjálfum. Hins vegar eru stórfyrirtæki eins og Amazon þekkt fyrir að ráða og reka fólk eftir hentugleik, þaðan er nafnið „hark-hagkerfi“ komið“ segir Árelía en bætir við: „Auðvitað er mikilvægt fyrir stéttafélög að vera meðvituð um að standa vörð um réttindi og skyldur launþega og allra starfsmanna og reyna að gæta þess að hin nýi hópur giggara lendi ekki á milli stafns og bryggju þegar erfitt er, eins og undanfarin tvö ár.“ Nú þegar giggurum fer fjölgandi, segir Árelía tilefni til að benda atvinnurekendum á að vera sérstaklega vakandi yfir því hvernig samband þeir byggja upp með mismunandi hópum starfsfólks á samningum. Ef ekki er fólk er reksturinn ekki í lagi. Þess vegna skiptir það atvinnurekendur ekki síst máli að huga að sambandi sínu við mismunandi hópa sem að fyrirtækjarekstri þeirra koma, launamenn, giggara og þá sem eru á öðrum samningum,“ segir Árelía og bætir við: „Sá galli sem þeir sem tóku þátt í rannsókn okkar nefndu helst var að vera einn eða að tilheyra ekki starfshópi. Þetta þurfa stjórnendur að hafa í huga.“
Vinnumarkaður Starfsframi Stjórnun Tengdar fréttir Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00 Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10. desember 2020 07:01 Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. 3. febrúar 2021 07:00
Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10. desember 2020 07:01
Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00
Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00