Stjórnendur Kviku greiddu 70 prósent lægri fjárhæðir fyrir hlutabréfin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 15:00 Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku banka. kvika/vísir/vilhelm Sex æðstu stjórnendur Kviku banka seldu hlutabréf í bankanum fyrir hundruð milljóna króna á gengi dagsins í gær. Á sama tíma nýttu stjórnendur sér áskriftaréttindi og keyptu fyrir um hundrað og fimmtíu milljónir króna í bankanum. Almennir kaupendur greiddu þannig um þrisvar sinnum meira fyrir hlutabréfin í bankanum í gær en stjórnendurnir. Kvika banki skilaði í gær árshlutauppgjöri fyrir fyrri helming ársins. Þar kemur fram að hagnaður fyrir skatta nam um 4,6 milljörðum króna. Kvika rann saman við TM og Lykil- fjármögnun í lok mars og ef þau fyrirtæki eru höfð með þá er samanlagður hagnaður bankans 6,2 milljarðar kóna. Kvika er skráð í Kauphöll og því er bankinn skyldur til að senda inn tilkynningar ef fruminnherjar kaupa eða selja bréf í bankanum. Stjórn bankans tilkynnti Kauphöllinni í gær að fjölmargir stjórnendur hefðu nýtt áskriftarréttindi sín til að kaupa í bankanum. Stjórnendurnir keyptu samanlagt 22 milljónir hluta á genginu 7,155 krónur per hlut samtals að virði um 155 milljónir króna . Á sama tíma nam gengi bréfa Kviku í Kauphöllinni 23,5 krónum á hlut. Almennir kaupendur hlutabréfa í bankanum sem keyptu í gær greiddu þannig um þrisvar sinnum hærri upphæð fyrir hlutabréfin en stjórnendur bankans. Fengu tugmilljónir króna í sinn hlut og afslátt af hlutabréfum Nokkrir æðstu stjórnendurnir seldu á gengi gærdagsins og fengu tugi milljóna króna hver í sinn hlut. Sumir þeirra stóðu bæði í kaupum og sölum á bréfum í bankanum. Þannig keypti Marínó Örn Tryggvason forstjóri 3,3 milljónir hluta á genginu 7,155 krónur á hlut samkvæmt áskriftarréttindum sínum en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta í bankanum á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom því út í 70 milljónum í plús. Samkvæmt upplýsingum frá Kviku eru ekki sömu hlutabréfin að ganga kaupum og sölum í þessum viðskiptum. Lilja Rut Jensen, yfirlögfræðingur Kviku, kom út í rúmlega 37 milljóna króna plús í viðskiptum gærdagsins og Ragnar Páll Dyer, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, græddi rúmar 76 milljónir króna. Stjórn bankans hækkaði hlutabréf í bankanum vegna útgáfu áskriftaréttindanna í gær þ.e. þeir sem keyptu samkvæmt áskriftarréttindi voru ekki að kaupa bréfin af neinum sérstökum heldur koma inn með nýtt hlutafé inní bankann. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við forstjóra Kviku banka um viðskiptin í morgun en fékk ekki. Spurt og svarað Bankinn sendi hins vegar svör við spurningum fréttastofu sem eru eftirfarandi: 1. Hvað veldur því að stjórnendur bankans gátu keypt bréf í honum á 7,16 í gær? „Á árinu 2017 voru seld áskriftarréttindi á gangvirði/markaðsvirði. Þau fólu í sér að eigendur áskriftarréttindanna fengu rétt til þess að kaupa hlutabréf í framtíðinni á markaðsgengi þess tíma að viðbættri 7,5% árlegri hækkun. Upplýsingar um þetta hafa verið opinberar frá útgáfu réttindana m.a. í ársreikningum félagsins, samþykktum þess og kynningum á hluthafafundum.“ 2. Hversu stóran hlut seldu stjórnendur og eru það sömu hlutabréf og þeir keyptu í gær? „Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar voru 18 milljón hlutir í bankanum seldir á genginu 23,5. Þetta eru ekki sömu bréf og keypt voru með nýtingu áskriftarréttinda þar sem ekki er búið að afhenda þau bréf.“ 3. Hvenær fá stjórnendur hlutabréf sem þeir keyptu í gær afhent? „Við nýtingu áskriftarréttinda hafa bréfin almennt verið afhent á 2-5 virkum dögum en fer eftir afgreiðslu Fyrirtækjaskrár og Verðbréfamiðstöðvar.“ 4.Hvað var greitt fyrir kaupréttinn á sínum tíma þ.e. var verð sett á hvern hlut eða með hvaða hætti var fyrirkomulagið? „Við sölu áskriftarréttinda var greitt gangverð/markaðsverð fyrir réttindin sem ákvarðað var með aðstoð óháðs utanaðkomandi sérfræðings. Félagið hefur gefið út réttindi oftar en einu sinni og verðið hefur breyst miðað við markaðsaðstæður hverju sinni. Í skýringu 38 í árshlutareikningi má finna allar upplýsingar um útgáfur áskriftaréttinda sem og í fyrri reikningum félagsins.“ Íslenskir bankar Tengdar fréttir Forstjóri Kviku meðal þeirra sem seldu bréf fyrir tugi milljóna Nokkrir af æðstu stjórnendum Kviku seldu bréf fyrir tugi milljóna króna í dag. Marínó Örn Tryggvason forstjóri keypti 2,5 milljónir hluta á genginu 7,16 krónur á hlutinn en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom út í 70 milljónum í plús með viðskiptum dagsins. 26. ágúst 2021 20:01 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Kvika banki skilaði í gær árshlutauppgjöri fyrir fyrri helming ársins. Þar kemur fram að hagnaður fyrir skatta nam um 4,6 milljörðum króna. Kvika rann saman við TM og Lykil- fjármögnun í lok mars og ef þau fyrirtæki eru höfð með þá er samanlagður hagnaður bankans 6,2 milljarðar kóna. Kvika er skráð í Kauphöll og því er bankinn skyldur til að senda inn tilkynningar ef fruminnherjar kaupa eða selja bréf í bankanum. Stjórn bankans tilkynnti Kauphöllinni í gær að fjölmargir stjórnendur hefðu nýtt áskriftarréttindi sín til að kaupa í bankanum. Stjórnendurnir keyptu samanlagt 22 milljónir hluta á genginu 7,155 krónur per hlut samtals að virði um 155 milljónir króna . Á sama tíma nam gengi bréfa Kviku í Kauphöllinni 23,5 krónum á hlut. Almennir kaupendur hlutabréfa í bankanum sem keyptu í gær greiddu þannig um þrisvar sinnum hærri upphæð fyrir hlutabréfin en stjórnendur bankans. Fengu tugmilljónir króna í sinn hlut og afslátt af hlutabréfum Nokkrir æðstu stjórnendurnir seldu á gengi gærdagsins og fengu tugi milljóna króna hver í sinn hlut. Sumir þeirra stóðu bæði í kaupum og sölum á bréfum í bankanum. Þannig keypti Marínó Örn Tryggvason forstjóri 3,3 milljónir hluta á genginu 7,155 krónur á hlut samkvæmt áskriftarréttindum sínum en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta í bankanum á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom því út í 70 milljónum í plús. Samkvæmt upplýsingum frá Kviku eru ekki sömu hlutabréfin að ganga kaupum og sölum í þessum viðskiptum. Lilja Rut Jensen, yfirlögfræðingur Kviku, kom út í rúmlega 37 milljóna króna plús í viðskiptum gærdagsins og Ragnar Páll Dyer, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, græddi rúmar 76 milljónir króna. Stjórn bankans hækkaði hlutabréf í bankanum vegna útgáfu áskriftaréttindanna í gær þ.e. þeir sem keyptu samkvæmt áskriftarréttindi voru ekki að kaupa bréfin af neinum sérstökum heldur koma inn með nýtt hlutafé inní bankann. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við forstjóra Kviku banka um viðskiptin í morgun en fékk ekki. Spurt og svarað Bankinn sendi hins vegar svör við spurningum fréttastofu sem eru eftirfarandi: 1. Hvað veldur því að stjórnendur bankans gátu keypt bréf í honum á 7,16 í gær? „Á árinu 2017 voru seld áskriftarréttindi á gangvirði/markaðsvirði. Þau fólu í sér að eigendur áskriftarréttindanna fengu rétt til þess að kaupa hlutabréf í framtíðinni á markaðsgengi þess tíma að viðbættri 7,5% árlegri hækkun. Upplýsingar um þetta hafa verið opinberar frá útgáfu réttindana m.a. í ársreikningum félagsins, samþykktum þess og kynningum á hluthafafundum.“ 2. Hversu stóran hlut seldu stjórnendur og eru það sömu hlutabréf og þeir keyptu í gær? „Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar voru 18 milljón hlutir í bankanum seldir á genginu 23,5. Þetta eru ekki sömu bréf og keypt voru með nýtingu áskriftarréttinda þar sem ekki er búið að afhenda þau bréf.“ 3. Hvenær fá stjórnendur hlutabréf sem þeir keyptu í gær afhent? „Við nýtingu áskriftarréttinda hafa bréfin almennt verið afhent á 2-5 virkum dögum en fer eftir afgreiðslu Fyrirtækjaskrár og Verðbréfamiðstöðvar.“ 4.Hvað var greitt fyrir kaupréttinn á sínum tíma þ.e. var verð sett á hvern hlut eða með hvaða hætti var fyrirkomulagið? „Við sölu áskriftarréttinda var greitt gangverð/markaðsverð fyrir réttindin sem ákvarðað var með aðstoð óháðs utanaðkomandi sérfræðings. Félagið hefur gefið út réttindi oftar en einu sinni og verðið hefur breyst miðað við markaðsaðstæður hverju sinni. Í skýringu 38 í árshlutareikningi má finna allar upplýsingar um útgáfur áskriftaréttinda sem og í fyrri reikningum félagsins.“
1. Hvað veldur því að stjórnendur bankans gátu keypt bréf í honum á 7,16 í gær? „Á árinu 2017 voru seld áskriftarréttindi á gangvirði/markaðsvirði. Þau fólu í sér að eigendur áskriftarréttindanna fengu rétt til þess að kaupa hlutabréf í framtíðinni á markaðsgengi þess tíma að viðbættri 7,5% árlegri hækkun. Upplýsingar um þetta hafa verið opinberar frá útgáfu réttindana m.a. í ársreikningum félagsins, samþykktum þess og kynningum á hluthafafundum.“ 2. Hversu stóran hlut seldu stjórnendur og eru það sömu hlutabréf og þeir keyptu í gær? „Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar voru 18 milljón hlutir í bankanum seldir á genginu 23,5. Þetta eru ekki sömu bréf og keypt voru með nýtingu áskriftarréttinda þar sem ekki er búið að afhenda þau bréf.“ 3. Hvenær fá stjórnendur hlutabréf sem þeir keyptu í gær afhent? „Við nýtingu áskriftarréttinda hafa bréfin almennt verið afhent á 2-5 virkum dögum en fer eftir afgreiðslu Fyrirtækjaskrár og Verðbréfamiðstöðvar.“ 4.Hvað var greitt fyrir kaupréttinn á sínum tíma þ.e. var verð sett á hvern hlut eða með hvaða hætti var fyrirkomulagið? „Við sölu áskriftarréttinda var greitt gangverð/markaðsverð fyrir réttindin sem ákvarðað var með aðstoð óháðs utanaðkomandi sérfræðings. Félagið hefur gefið út réttindi oftar en einu sinni og verðið hefur breyst miðað við markaðsaðstæður hverju sinni. Í skýringu 38 í árshlutareikningi má finna allar upplýsingar um útgáfur áskriftaréttinda sem og í fyrri reikningum félagsins.“
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Forstjóri Kviku meðal þeirra sem seldu bréf fyrir tugi milljóna Nokkrir af æðstu stjórnendum Kviku seldu bréf fyrir tugi milljóna króna í dag. Marínó Örn Tryggvason forstjóri keypti 2,5 milljónir hluta á genginu 7,16 krónur á hlutinn en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom út í 70 milljónum í plús með viðskiptum dagsins. 26. ágúst 2021 20:01 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Forstjóri Kviku meðal þeirra sem seldu bréf fyrir tugi milljóna Nokkrir af æðstu stjórnendum Kviku seldu bréf fyrir tugi milljóna króna í dag. Marínó Örn Tryggvason forstjóri keypti 2,5 milljónir hluta á genginu 7,16 krónur á hlutinn en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom út í 70 milljónum í plús með viðskiptum dagsins. 26. ágúst 2021 20:01