Akureyringum barst neyðarkall frá afskekktu héraði í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 16:17 Óskað hefur verið eftir aðstoð frá Akureyri. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, barst á dögunum neyðarkall frá Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðri Síberíu. Þar geisa miklar skógareldar og hafa Northern Forum samtökin, sem Akureyri er aðili að, óskað eftir aðstoð frá þátttökusveitarfélögum og héruðum. Meðal annars er óskað eftir eldsneyti og fjármunum, en einnig einföldum nauðsynjavörum á borð við klósettpappír, tannkremi og tannburstum, sjampói og bleyjum. Bréfið barst bæjaryfirvöldum í þessum mánuði en fjallað var um það á fundi bæjarráðs í gær. Þar var Ásthildi bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Í samtali við Vísi segir Ragnar Hólm Ragnarsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, að ekki sé búið að taka formlega afstöðu til beiðninnar en vilji sé fyrir hendi að bregðast við henni á einhvern hátt. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að alls 155 skógareldar geisi nú í héraðinu. Alls hafi 3,4 milljónir hektara brunnið og eldar séu farnir að kvikna ískyggilega nálægt íbúasvæðum. Eldunum hafi fylgt mikil eyðilegging sem hingað til hafi verið metin á um milljarð rúblna, um 1,7 milljarð króna. Vilja bleyju og pela, sápur og hreinsiklúta Í bréfinu segir að Northern Forum samtökin, sem stofnuð voru árið 1991, séu nú að hefja söfnun á hjálpargögnum til þess að bregðast við neyðarástandinu í Sakha-Yakutia. Verið sé að safna búnaði til að berjast við eldana sem og nauðsynjavörum, auk fjármuna ef hægt er. Í bréfinu má sjá að óskað er eftir nauðsynjavörum á borð við kerti og eldspýtur, ýmis konar hreinlætisvörur á borð við sápur, þvottaefni og hreinsliklúta. Einnig er óskað eftir bleyjum, pelum og teppum. Þá er einnig óskað eftir eldsneyti, bæði gasi, bensíni og olíu. Akureyri er eina íslenska sveitarfélagið sem er aðili að Northern-forum samtöknum. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum. Akureyri Rússland Tengdar fréttir Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31 Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Meðal annars er óskað eftir eldsneyti og fjármunum, en einnig einföldum nauðsynjavörum á borð við klósettpappír, tannkremi og tannburstum, sjampói og bleyjum. Bréfið barst bæjaryfirvöldum í þessum mánuði en fjallað var um það á fundi bæjarráðs í gær. Þar var Ásthildi bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Í samtali við Vísi segir Ragnar Hólm Ragnarsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, að ekki sé búið að taka formlega afstöðu til beiðninnar en vilji sé fyrir hendi að bregðast við henni á einhvern hátt. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að alls 155 skógareldar geisi nú í héraðinu. Alls hafi 3,4 milljónir hektara brunnið og eldar séu farnir að kvikna ískyggilega nálægt íbúasvæðum. Eldunum hafi fylgt mikil eyðilegging sem hingað til hafi verið metin á um milljarð rúblna, um 1,7 milljarð króna. Vilja bleyju og pela, sápur og hreinsiklúta Í bréfinu segir að Northern Forum samtökin, sem stofnuð voru árið 1991, séu nú að hefja söfnun á hjálpargögnum til þess að bregðast við neyðarástandinu í Sakha-Yakutia. Verið sé að safna búnaði til að berjast við eldana sem og nauðsynjavörum, auk fjármuna ef hægt er. Í bréfinu má sjá að óskað er eftir nauðsynjavörum á borð við kerti og eldspýtur, ýmis konar hreinlætisvörur á borð við sápur, þvottaefni og hreinsliklúta. Einnig er óskað eftir bleyjum, pelum og teppum. Þá er einnig óskað eftir eldsneyti, bæði gasi, bensíni og olíu. Akureyri er eina íslenska sveitarfélagið sem er aðili að Northern-forum samtöknum. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum.
Akureyri Rússland Tengdar fréttir Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31 Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31
Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00