Allar United treyjur uppseldar hjá Jóa útherja | Fær Ronaldo sjöuna? Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 21:31 Ronaldo var númer sjö er hann lék með Manchester United frá 2003 til 2009. Manchester United via Getty Images Íþróttavöruverslunin Jói útherji greindi frá því síðdegis í dag að Manchester United treyjur til sölu í versluninni væru uppseldar. Margur virðist hafa tryggt sér treyju eftir að tilkynnt var um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti. Enski boltinn Verslun Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti.
Enski boltinn Verslun Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira