Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 08:45 Íbúi í Nýju Orleans ber sandpoka sem hann nældi sér í frá borgaryfirvöldum. Hluti borgarbúa hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín en aðrir hvattir til að fara að eigin hvötum. AP/Max Becherer/The Times-Picayune/The New Orleans Advocate Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira