West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 16:06 Everton hefur farið vel af stað á leiktíðinni. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð. West Ham hefur verið á miklu skriði í upphafi móts en liðið vann 4-2 sigur á Newcastle og 4-1 á Leicester City fyrir leik dagsins. Spánverjinn Pablo Fornals kom West Ham í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu Michails Antonio. 1-0 stóð í hléi en Conor Gallagher jafnaði fyrir Crystal Palace á 58. mínútu. Tíu mínútum síðar, á 68. mínútu, kom Antonio West Ham í forystu á ný en Gallagher jafnaði öðru sinni aðeins tveimur mínútum síðar. 50 - Michail Antonio is the first player to hit 50 top-flight league goals for West Ham since Tony Cottee reached that landmark in the 1985-86 campaign. Legendary. pic.twitter.com/Mq1T67vaem— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Þar við sat og 2-2 jafntefli úrslit leiksins. Crystal Palace leitar síns fyrsta sigurs en er með tvö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með sjö stig á toppi deildarinnar, fyrir ofan Everton vegna betri markatölu. Everton fór að hlið West Ham á toppnum með 2-0 útisigri á Brighton á Amex-vellinum á suðurströnd Englands. Demarai Gray skoraði fyrra mark liðsins eftir laglegan sprett í fyrri hálfleiknum og Dominic Calvert-Lewin tryggði 2-0 sigurinn úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Það gerði hann í óþökk liðsfélaga síns Richarlison sem var æfur yfir því að fá ekki að taka spyrnuna. Í Birmingham gerðu Aston Villa og Brentford 1-1 jafntefli. Ivan Toney skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni er hann kom Brentford yfir á sjöundu mínútu leiksins en Argentínumaðurinn Emiliano Buendía jafnaði fyrir Aston Villa á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir skiptin frá Norwich í sumar. Brentford hefur enn ekki tapað leik og er með fimm stig en Aston Villa er með fjögur. Niðurbrotnir Newcastle-menn og Norwich enn stigalaust Mikil dramatík var í norðurhluta landsins þar sem Newcastle United tók á móti Southampton. Callum Wilson kom Newcastle yfir en Norðmaðurinn Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir gestina stundarfjórðungi fyrir leikslok. Frakkinn Allan Saint-Maximin virtist vera að tryggja Newcastle sigur með marki í uppbótartíma en undir lok hans dæmdi Paul Tierney, dómari leiksins, vítaspyrnu vegna tæklingar Jamals Lascelles á Adam Armstrong eftir endurskoðun brotsins á myndbandsskjá. James Ward-Prowse steig á punktinn og skoraði til að tryggja Southampton stig. Newcastle fékk þar sitt fyrsta stig í deildinni en Southampton er með tvö stig. 11 - Jamie Vardy has ended of a run of 11 away Premier League appearances without a goal, netting on the road in the top-flight for the first time since December 20th last season v Tottenham. Holiday. pic.twitter.com/pXrDhyBRgp— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Nýliðar Norwich eru enn án stiga í deildinni eftir 2-1 tap fyrir Leicester City á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki á útivelli í átta mánuði en Finninn Teemu Pukki jafnaði af vítapunktinum seint í fyrri hálfleik. Vardy lagði þá upp fyrir Marc Albrighton á 76. mínútu. Kenny McLean jafnaði fyrir Norwich skömmu síðar en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
West Ham hefur verið á miklu skriði í upphafi móts en liðið vann 4-2 sigur á Newcastle og 4-1 á Leicester City fyrir leik dagsins. Spánverjinn Pablo Fornals kom West Ham í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu Michails Antonio. 1-0 stóð í hléi en Conor Gallagher jafnaði fyrir Crystal Palace á 58. mínútu. Tíu mínútum síðar, á 68. mínútu, kom Antonio West Ham í forystu á ný en Gallagher jafnaði öðru sinni aðeins tveimur mínútum síðar. 50 - Michail Antonio is the first player to hit 50 top-flight league goals for West Ham since Tony Cottee reached that landmark in the 1985-86 campaign. Legendary. pic.twitter.com/Mq1T67vaem— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Þar við sat og 2-2 jafntefli úrslit leiksins. Crystal Palace leitar síns fyrsta sigurs en er með tvö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með sjö stig á toppi deildarinnar, fyrir ofan Everton vegna betri markatölu. Everton fór að hlið West Ham á toppnum með 2-0 útisigri á Brighton á Amex-vellinum á suðurströnd Englands. Demarai Gray skoraði fyrra mark liðsins eftir laglegan sprett í fyrri hálfleiknum og Dominic Calvert-Lewin tryggði 2-0 sigurinn úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Það gerði hann í óþökk liðsfélaga síns Richarlison sem var æfur yfir því að fá ekki að taka spyrnuna. Í Birmingham gerðu Aston Villa og Brentford 1-1 jafntefli. Ivan Toney skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni er hann kom Brentford yfir á sjöundu mínútu leiksins en Argentínumaðurinn Emiliano Buendía jafnaði fyrir Aston Villa á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir skiptin frá Norwich í sumar. Brentford hefur enn ekki tapað leik og er með fimm stig en Aston Villa er með fjögur. Niðurbrotnir Newcastle-menn og Norwich enn stigalaust Mikil dramatík var í norðurhluta landsins þar sem Newcastle United tók á móti Southampton. Callum Wilson kom Newcastle yfir en Norðmaðurinn Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir gestina stundarfjórðungi fyrir leikslok. Frakkinn Allan Saint-Maximin virtist vera að tryggja Newcastle sigur með marki í uppbótartíma en undir lok hans dæmdi Paul Tierney, dómari leiksins, vítaspyrnu vegna tæklingar Jamals Lascelles á Adam Armstrong eftir endurskoðun brotsins á myndbandsskjá. James Ward-Prowse steig á punktinn og skoraði til að tryggja Southampton stig. Newcastle fékk þar sitt fyrsta stig í deildinni en Southampton er með tvö stig. 11 - Jamie Vardy has ended of a run of 11 away Premier League appearances without a goal, netting on the road in the top-flight for the first time since December 20th last season v Tottenham. Holiday. pic.twitter.com/pXrDhyBRgp— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Nýliðar Norwich eru enn án stiga í deildinni eftir 2-1 tap fyrir Leicester City á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki á útivelli í átta mánuði en Finninn Teemu Pukki jafnaði af vítapunktinum seint í fyrri hálfleik. Vardy lagði þá upp fyrir Marc Albrighton á 76. mínútu. Kenny McLean jafnaði fyrir Norwich skömmu síðar en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara.
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira