Enski boltinn

Tuchel segist hafa beðið til guðs seinustu fimm mínúturnar gegn Liverpool

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thomas Tuchel segir að Chelsea hafi verðskuldað stigið.
Thomas Tuchel segir að Chelsea hafi verðskuldað stigið. EPA-EFE/Andy Rain

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með baráttu sinna manna þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Liverpool á Anfield í dag eftir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleikinn. Hann segist þó ekki vera sannfærður um að Reece James hafi verðskuldað rautt spjald.

„Rauða spjaldið, ég er ekki einu sinni viss lengur um hvort að reglurnar séu svona eða ekki,“ sagði Tuchel að leik loknum. 

„Maður verður að sætta sig við dóminn. Hann hefði kannski skipt um skoðun ef hann hefði skoðað hreyfimynd,“ bætti Tuchel við, en það vakti athugli hvað Anthony Taylor, dómari leiksins skoðaði skjáinn í stutta stund.

„Mér líkar illa við rauð spjöld snemma leiks af því að það skemmir leikinn. Undir lokin var þetta mjög erfitt og mikil barátta. Við sýndum mikla þrautseigju og áttum stigið skilið.“

Tuchel viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður undir lok leiks og að hann hafi beðið til guðs að liðið myndi halda út.

„Við ákváðum að halda okkur í fimm manna varnarlínu. Við vildum halda okkur á hreyfingu og gera þeim erfitt fyrir að skapa sér færi. Fyrstu tíu mínúturnar virtust endalausar. Seinustu fimm mínúturnar var ég farinn að biðja til æðri máttarvalda að við myndum taka það sem við áttum skilið. Þetta var erfiður leikur, en mjög sterkur seinni hálfleikur varnarlega.“


Tengdar fréttir

Tíu leikmenn Chelsea sóttu stig á Anfield

Liverpool og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tíu leikmenn Chelsea héldu út og fara með eitt stig aftur til Lundúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×