Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 09:25 Margir íbúar Lúisíana ákváðu að hlusta á yfirvöld og yfirgefa heimili sín áður en Ida gengur á land í kvöld. AP/The New Orleans Advocate Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur. Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45