Enski boltinn

Segir rauða spjaldið sem Xhaka fékk óafsakanlegt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Atkinson gefur Granit Xhaka rauða spjaldið, Svisslendingnum til mikillar furðu.
Martin Atkinson gefur Granit Xhaka rauða spjaldið, Svisslendingnum til mikillar furðu. getty/Simon Stacpoole

Alan Shearer segir að rauða spjaldið sem Granit Xhaka fékk í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær sé óafsakanlegt.

Á 35. mínútu var Xhaka rekinn af velli fyrir tveggja fóta tæklingu á Joao Cancelo, varnarmann City. Staðan var þá 2-0, Englandsmeisturunum í vil. Þeir bættu svo þremur mörkum við og unnu 5-0 sigur.

„Hann hefur nú fengið ellefu rauð spjöld á ferlinum. Þetta er óafsakanlegt,“ sagði Shearer í Match of the Day á BBC í gær.

„Skilaboðin sem hann sendi samherjum sínum voru: afsakið, þið sjáið bara um þetta, ég nenni þessu ekki í dag. Hvern var hann að reyna að heilla? Ég veit ekki.“

Shearer segir að Martin Atkinson, dómari leiksins, hafi ekki átt neinna annarra kosta völ en að reka Xhaka út af.

„Þú getur ekki tæklað svona. Við þekkjum allir reglurnar. Hann setur mótherjann í hættu. Þetta var rétt ákvörðun. Hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] hlýtur að vera brjálaður. Þú ert þegar í vandræðum og hefur ekki efni á að gera svona lagað.“

Arsenal er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, án stiga og með markatöluna 0-9. Skytturnar hafa ekki byrjað tímabil verr síðan 1954-55.


Tengdar fréttir

Özil hæddist að Arteta eftir tapið

Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þurfum að líta í spegil“

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga.

Auðvelt hjá City gegn arfaslöku Arsenal-liði

Manchester City vann öruggan 5-0 heimasigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í hádeginu í dag. City er á toppi deildarinnar en Arsenal á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×