Stífar aukaæfingar þar sem Gummi Ben sýndi snilli sína skiluðu Höskuldi einu af mörkum sumarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 13:01 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, skoraði glæsilegt mark gegn Fylki. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik gjörsamlega kaffærði Fylki í leik liðanna í Pepsi Max deild karla í gær. Lokatölur 7-0 þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, skoraði einkar glæsilegt mark. Það ásamt öllum sóknarleik liðsins var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. „Blikarnir riðu bara á vaðið, voru frábærir og ótrúlega léttleikandi. Spiluðu þennan sóknarleik, það var dásamlegt að horfa á það. Það sem er skemmtilegt við liðið er hvað það eru margir sem taka þátt í sóknaraðgerðunum hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir er myndir rúlluðu af glæsimarki Höskuldar Gunnlaugssonar. „Þessi er að byrja marga leiki í hægri bakverði,“ skaut Guðmundur Benediktsson inn í. „Markaskorun dreifist. Árni (Vilhjálmsson) er búinn að vera frábær, Höskuldur líka. Jason Daði (Svanþórsson), allir í sóknarleik Breiðabliks eru virkir. Bæði í markaskorun, að leggja upp og það er erfitt við þá að eiga þegar þeir eru í þessum ham. Fylkir var reyndar ekkert að reyna mæta þeim svo þeir fengu að vaða uppi og spila sinn frábæra leik sem þeir eru þekktir fyrir,“ sagði Margrét Lára einnig. Í kjölfarið var sýnt frá viðtali við Höskuld að leik loknum þar sem hann fór yfir glæsimark sitt. Þakkaði hann Guðmundi, sínum fyrrum þjálfara vel og innilega fyrir. „Þetta var bara einhver tilfinning, ætlaði að snerta hann fyrst en svo lá hann svona helvíti vel fyrir manni. Þá rifjaði maður upp gamlar „volley“ æfingar sem Gummi Ben lét mann – eða niðurlægði mann eiginlega í – með því að sýna sjálfur. Ætli ég verði ekki að þakka Gumma fyrir þetta,“ sagði Höskuldur að endingu. Þetta frábæra mark og stórskemmtilega viðtal má sjá hér að neðan. Klippa: Þakkaði Gumma Ben fyrir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 „Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
„Blikarnir riðu bara á vaðið, voru frábærir og ótrúlega léttleikandi. Spiluðu þennan sóknarleik, það var dásamlegt að horfa á það. Það sem er skemmtilegt við liðið er hvað það eru margir sem taka þátt í sóknaraðgerðunum hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir er myndir rúlluðu af glæsimarki Höskuldar Gunnlaugssonar. „Þessi er að byrja marga leiki í hægri bakverði,“ skaut Guðmundur Benediktsson inn í. „Markaskorun dreifist. Árni (Vilhjálmsson) er búinn að vera frábær, Höskuldur líka. Jason Daði (Svanþórsson), allir í sóknarleik Breiðabliks eru virkir. Bæði í markaskorun, að leggja upp og það er erfitt við þá að eiga þegar þeir eru í þessum ham. Fylkir var reyndar ekkert að reyna mæta þeim svo þeir fengu að vaða uppi og spila sinn frábæra leik sem þeir eru þekktir fyrir,“ sagði Margrét Lára einnig. Í kjölfarið var sýnt frá viðtali við Höskuld að leik loknum þar sem hann fór yfir glæsimark sitt. Þakkaði hann Guðmundi, sínum fyrrum þjálfara vel og innilega fyrir. „Þetta var bara einhver tilfinning, ætlaði að snerta hann fyrst en svo lá hann svona helvíti vel fyrir manni. Þá rifjaði maður upp gamlar „volley“ æfingar sem Gummi Ben lét mann – eða niðurlægði mann eiginlega í – með því að sýna sjálfur. Ætli ég verði ekki að þakka Gumma fyrir þetta,“ sagði Höskuldur að endingu. Þetta frábæra mark og stórskemmtilega viðtal má sjá hér að neðan. Klippa: Þakkaði Gumma Ben fyrir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 „Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15
„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30
Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03