Spennið beltin! Sigmar Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2021 12:30 Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Seðlabankinn Verðlag Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun