Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2021 20:58 Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri og forstjóri Eskju á Eskifirði. Arnar Halldórsson Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. Í frétt Stöðvar 2 frá Eskifirði mátti sjá hvar verið var að landa makríl úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU sem veiddist í Smugunni. Aflinn var 800 tonn sem dælt var beint inn í vinnsluna hjá Eskju. Frá Eskifirði. Uppsjávarfrystihús Eskju til hægri.Arnar Halldórsson Uppsjávarfrystihús Eskju þykir það fullkomnasta hérlendis og þótt víðar væri leitað en þar var verið að heilfrysta makrílinn til sölu á erlenda markaði. Útflutningstekjur þjóðarbúsins af makríl í fyrra námu um átján milljörðum króna. En hvernig hafa veiðarnar gengið í sumar? „Það hefur gengið frekar treglega, skulum við segja, í sumar,“ svarar Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri og forstjóri Eskju. Frá vinnslu makríls á Eskifirði.Arnar Halldórsson Samkvæmt tölum Fiskistofu er makrílaflinn, það sem af er ári, fjórðungi minni miðað við sama tíma í fyrra. „Við erum svo sem langt komnir með okkar veiðiheimildir,“ segir Þorsteinn. Nýjar tölur sem Hafrannnsóknastofnun birti í dag úr fjölþjóðlegum leiðangri sýna að minna mældist af makríl í Norðaustur-Atlantshafi í sumar en mælst hefur frá árinu 2012. Samdráttur lífmassa makríls frá því í fyrra er 58 prósent. Dreifing makríls austur af Íslandi á tímabilinu júní til ágúst 2021. Enginn makríll mældist í hvítum reitum og gulur til rauður litakvarði táknar vaxandi þéttleika sem tonn á ferkílómetra. Stærð hringja sýnir magn makríls á togstöðvum sem tonn á ferkílómetra.Hafrannsóknastofnun Og það vekur athygli að í ár hafa aðeins sextán prósent makrílafla íslensku fiskiskipanna veiðst innan íslensku lögsögunnar, miðað við þrjátíu prósent í fyrra. „Makríllinn er búinn að vera mikið úti í Smugu í sumar. Þó að hann hafi verið hér í lögsögunni þá er það mikið blandað af síld og illveiðanlegur, mjög dreifður. Þannig að við höfum þurft að sækja þetta mikið út í alþjóðasjóinn,“ segir Þorsteinn. 800 tonnum af makríl var landað úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU til vinnslu á Eskifirði.Arnar Halldórsson Lengri túrum hefur verið mætt með breyttu fyrirkomulagi veiða þar sem skipin safna aflanum saman í eitt skip. „Við erum með þrjú skip. Þau veiða alltaf í einn. Svo kemur hann í land. Þá fiska tveir saman.“ Þannig fæst aukin hagkvæmni. „Þetta hefði aldrei gengið nema að hafa þetta svona í þessari samvinnu. Norðfirðingarnir byrjuðu á þessu og svo hafa aðrir farið að apa eftir. Og það hefur gengið bara vel,“ segir forstjóri Eskju á Eskifirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Færeyjar, Noregur og ESB vandi Íslendingum ekki kveðjurnar Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar. 22. nóvember 2019 08:45 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 frá Eskifirði mátti sjá hvar verið var að landa makríl úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU sem veiddist í Smugunni. Aflinn var 800 tonn sem dælt var beint inn í vinnsluna hjá Eskju. Frá Eskifirði. Uppsjávarfrystihús Eskju til hægri.Arnar Halldórsson Uppsjávarfrystihús Eskju þykir það fullkomnasta hérlendis og þótt víðar væri leitað en þar var verið að heilfrysta makrílinn til sölu á erlenda markaði. Útflutningstekjur þjóðarbúsins af makríl í fyrra námu um átján milljörðum króna. En hvernig hafa veiðarnar gengið í sumar? „Það hefur gengið frekar treglega, skulum við segja, í sumar,“ svarar Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri og forstjóri Eskju. Frá vinnslu makríls á Eskifirði.Arnar Halldórsson Samkvæmt tölum Fiskistofu er makrílaflinn, það sem af er ári, fjórðungi minni miðað við sama tíma í fyrra. „Við erum svo sem langt komnir með okkar veiðiheimildir,“ segir Þorsteinn. Nýjar tölur sem Hafrannnsóknastofnun birti í dag úr fjölþjóðlegum leiðangri sýna að minna mældist af makríl í Norðaustur-Atlantshafi í sumar en mælst hefur frá árinu 2012. Samdráttur lífmassa makríls frá því í fyrra er 58 prósent. Dreifing makríls austur af Íslandi á tímabilinu júní til ágúst 2021. Enginn makríll mældist í hvítum reitum og gulur til rauður litakvarði táknar vaxandi þéttleika sem tonn á ferkílómetra. Stærð hringja sýnir magn makríls á togstöðvum sem tonn á ferkílómetra.Hafrannsóknastofnun Og það vekur athygli að í ár hafa aðeins sextán prósent makrílafla íslensku fiskiskipanna veiðst innan íslensku lögsögunnar, miðað við þrjátíu prósent í fyrra. „Makríllinn er búinn að vera mikið úti í Smugu í sumar. Þó að hann hafi verið hér í lögsögunni þá er það mikið blandað af síld og illveiðanlegur, mjög dreifður. Þannig að við höfum þurft að sækja þetta mikið út í alþjóðasjóinn,“ segir Þorsteinn. 800 tonnum af makríl var landað úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU til vinnslu á Eskifirði.Arnar Halldórsson Lengri túrum hefur verið mætt með breyttu fyrirkomulagi veiða þar sem skipin safna aflanum saman í eitt skip. „Við erum með þrjú skip. Þau veiða alltaf í einn. Svo kemur hann í land. Þá fiska tveir saman.“ Þannig fæst aukin hagkvæmni. „Þetta hefði aldrei gengið nema að hafa þetta svona í þessari samvinnu. Norðfirðingarnir byrjuðu á þessu og svo hafa aðrir farið að apa eftir. Og það hefur gengið bara vel,“ segir forstjóri Eskju á Eskifirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Færeyjar, Noregur og ESB vandi Íslendingum ekki kveðjurnar Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar. 22. nóvember 2019 08:45 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13
Færeyjar, Noregur og ESB vandi Íslendingum ekki kveðjurnar Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar. 22. nóvember 2019 08:45
Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14
Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00