Ógeðfelldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:30 Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þannig verði fólk að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við erum núna að sjá frá fulltrúum sósíalista og pírata. Þennan málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum nefnilega sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Við Íslendingar verðum að marka okkur stefnu sem er byggð á heildarhagsmunum samfélagsins þar sem allir þegnar þess fá að blómstra. Það gerum við með því að forgangsraða þeim fjármunum sem í málaflokkinn fara, styrkja grunnstoðirnar og nýta þá fjármuni á sem bestan og skynsamlegastan hátt, enda er það skylda hvers ríkis að hámarka nýtingu fjármuna skattgreiðenda í þágu þegna sinna. Þannig vinna ábyrgir stjórnmálamenn. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þannig verði fólk að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við erum núna að sjá frá fulltrúum sósíalista og pírata. Þennan málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum nefnilega sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Við Íslendingar verðum að marka okkur stefnu sem er byggð á heildarhagsmunum samfélagsins þar sem allir þegnar þess fá að blómstra. Það gerum við með því að forgangsraða þeim fjármunum sem í málaflokkinn fara, styrkja grunnstoðirnar og nýta þá fjármuni á sem bestan og skynsamlegastan hátt, enda er það skylda hvers ríkis að hámarka nýtingu fjármuna skattgreiðenda í þágu þegna sinna. Þannig vinna ábyrgir stjórnmálamenn. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun