Innlent

Bein út­sending: Píratar kynna kosninga­stefnu sína

Atli Ísleifsson skrifar
Halldóra Mogensen þingmaður og aðrir oddvitar Pírata munu taka til máls á kynningu Pírata sem hefst klukkan 15.
Halldóra Mogensen þingmaður og aðrir oddvitar Pírata munu taka til máls á kynningu Pírata sem hefst klukkan 15. Vísir/Vilhelm

Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15.

 Útsendinguna má sjá í spilaranum hér að neðan og er áætlað að hún standi yfir í um tuttugu mínútur.

Í tilkynningu frá flokknum segir að flokkurinn hafi samþykkt kosningastefnu í 24 köflum fyrir kosningarnar. 

„Á fundi dagsins verði kynnt fimm áherslumál, sem Píratar segja að leggi grunn að velsældarsamfélagi framtíðar. Þangað stefni Píratar eins og yfirskrift kynningarfundarins ber með sér: Leiðin til velsældar.

Allir oddvitar Pírata flytja stutta kynningu á fundinum; þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Halldóra Mogensen, Einar A. Brynjólfsson, Magnús D. Norðdahl, Álfheiður Eymarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson.

Píratar bjóða fram lista í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum. Flokkurinn fékk 6 þingmenn í kosningunum árið 2017 en Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, gekk til liðs við Pírata í febrúar á þessu ári,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×