„Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2021 15:21 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að lýðræði sé ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur heldur líka nálgun á stjórnmál. „Áhersla á fólk - hugmyndir þess, velferð og valdeflingu - og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta kom fram á fundi Pírata þar sem kosningastefna flokksins var kynnt í dag. Þórhildur Sunna segir loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórða iðnbyltingin vera áskoranir samtímans - ekki framtíðar. „Við erum komin á þann tímapunkt í sögunni að það þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að tala um framtíðin hitt, framtíðin þetta eða að hún ráðist á miðjunni. Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálfvirknivæðingin er hafin. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna,“ segir Þórhildur Sunna. Kosningastefna Pírata sem kynnt var hefur fengið yfirskriftina „Lýðræði – ekkert kjaftæði“. Píratar samþykktu kosningastefnu í 24 köflum í sumar, þar sem lýðræðið og valdefling fólks er sagður rauður þráður í gegnum alla stefnuna. „Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálfbært velsældarsamfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli. Þetta samfélag hvílir á fimm stoðum, sem Píratar kynntu í dag: Efnahagskerfi 21. aldarinnar Ný mælitæki í stað þess að einblína á hagvöxt Mengandi og auðugir bera byrðarnar Öll opinber útgjöld endurskoðuð Hærri persónuafsláttur og dregið úr skerðingum Umhverfis- og loftslagshugsun Kolefnishlutleysi árið 2035 Ábyrgðin færð á stjórnvöld og mengandi stórfyrirtæki Jákvæðir hvatar til að flýta grænvæðingunni Orku forgangsraðað í þágu smærri notenda Nýja stjórnarskráin, auðvitað Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum Forsendan fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Virkar varnir gegn spillingu Efling eftirlitsstofnana og lagaumhverfis Endurskoðun á starfsumhverfi fjölmiðla Aukin vernd fyrir uppljóstrara Rannsóknir á fjárfestingaleið Seðlabankans og spillingu í sjávarútvegi Róttækar breytingar í sjávarútvegi Eign þjóðarinnar á auðlindinni staðfest í stjórnarskrá Uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar Allur afli í gegnum innlendan markað og verðlagsstofa skiptaverðs lögð niður Refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á fundinum að allar stefnur miði að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra sé mætt. „Grundvöllur velsældar í framtíðinni verður öflugt nýsköpunarumhverfi þar sem Píratar leggja fram aðgerðaráætlun í 20 liðum. Öruggt húsnæði, öflugt menntakerfi, hágæða heilbrigðiskerfi og lýðræði - ekkert kjaftæði - eru máttarstólpar hins sjálfbæra framtíðarsamfélags sem við Píratar ætlum að skapa.“ Í tilkynningu frá flokknum segir að Björn Leví hafi jafnframt tiltekið nokkur atriði sem finna megi í framtíðarsýn Pírata: Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum. Uppstokkun og uppbygging á húsnæðismarkaði og sterkari staða leigjenda Nýr tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður Dregið úr skerðingum í stuðningskerfunum þangað til þær hverfa endanlega Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu og þvingunarlaus og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu. Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu. Nýsköpunarlandið Ísland sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna. Alþingiskosningar 2021 Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Þetta kom fram á fundi Pírata þar sem kosningastefna flokksins var kynnt í dag. Þórhildur Sunna segir loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórða iðnbyltingin vera áskoranir samtímans - ekki framtíðar. „Við erum komin á þann tímapunkt í sögunni að það þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að tala um framtíðin hitt, framtíðin þetta eða að hún ráðist á miðjunni. Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálfvirknivæðingin er hafin. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna,“ segir Þórhildur Sunna. Kosningastefna Pírata sem kynnt var hefur fengið yfirskriftina „Lýðræði – ekkert kjaftæði“. Píratar samþykktu kosningastefnu í 24 köflum í sumar, þar sem lýðræðið og valdefling fólks er sagður rauður þráður í gegnum alla stefnuna. „Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálfbært velsældarsamfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli. Þetta samfélag hvílir á fimm stoðum, sem Píratar kynntu í dag: Efnahagskerfi 21. aldarinnar Ný mælitæki í stað þess að einblína á hagvöxt Mengandi og auðugir bera byrðarnar Öll opinber útgjöld endurskoðuð Hærri persónuafsláttur og dregið úr skerðingum Umhverfis- og loftslagshugsun Kolefnishlutleysi árið 2035 Ábyrgðin færð á stjórnvöld og mengandi stórfyrirtæki Jákvæðir hvatar til að flýta grænvæðingunni Orku forgangsraðað í þágu smærri notenda Nýja stjórnarskráin, auðvitað Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum Forsendan fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Virkar varnir gegn spillingu Efling eftirlitsstofnana og lagaumhverfis Endurskoðun á starfsumhverfi fjölmiðla Aukin vernd fyrir uppljóstrara Rannsóknir á fjárfestingaleið Seðlabankans og spillingu í sjávarútvegi Róttækar breytingar í sjávarútvegi Eign þjóðarinnar á auðlindinni staðfest í stjórnarskrá Uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar Allur afli í gegnum innlendan markað og verðlagsstofa skiptaverðs lögð niður Refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á fundinum að allar stefnur miði að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra sé mætt. „Grundvöllur velsældar í framtíðinni verður öflugt nýsköpunarumhverfi þar sem Píratar leggja fram aðgerðaráætlun í 20 liðum. Öruggt húsnæði, öflugt menntakerfi, hágæða heilbrigðiskerfi og lýðræði - ekkert kjaftæði - eru máttarstólpar hins sjálfbæra framtíðarsamfélags sem við Píratar ætlum að skapa.“ Í tilkynningu frá flokknum segir að Björn Leví hafi jafnframt tiltekið nokkur atriði sem finna megi í framtíðarsýn Pírata: Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum. Uppstokkun og uppbygging á húsnæðismarkaði og sterkari staða leigjenda Nýr tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður Dregið úr skerðingum í stuðningskerfunum þangað til þær hverfa endanlega Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu og þvingunarlaus og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu. Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu. Nýsköpunarlandið Ísland sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32