Heimsmet í eymd Ásmundur Friðriksson skrifar 1. september 2021 08:30 Á Vesturlöndum hefur fólk kosningarétt og getur valið skýrar línur til hægri eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og forréttindastéttir ríkjum. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021 bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til systurflokka sinna í Hvíta Rússlandi, Venesúela, Kúbu og Norður-Kóreu. Ríki þar sem stórfelld brot á mannréttindum, matarskortur, efnahagslegur óstöðugleiki og síendurtekin ofbeldisverk, kúgun og fátækt eru daglegt brauð. Slefa styrjuhrognum Gullspæni í kokteilglösum og einkaþotur er lífstílsháttur sem leiðtogi sósíalista á Íslandi kemur með sér inn í Sósíalistaflokkinn. Það er sami lífstíll og lifnaðarháttur forréttindastétta sósíalistaríkjanna í heiminum og leiðtogar sósíalísku ríkjanna búa við. Leiðtogi Sósíalistaflokksins á Íslandi hittir því skoðanabræður sína fyrir þegar þeir setjast á pólitíska rökstóla. Þar slefa þeir styrjuhrognum yfir sérsaumuðu fötin og sötra kampavínið úr gullslegnum kristalglösum. Markmiðið er sameiginleg eymd þegna þeirra. Kamrar við hvert hús Leiðtogi sósíalista hefur enga trú á Íslandi sem hann vill gera að fylki í Noregi eða þá Kúbu norðursins. Leiðtoginn kemur ekki að tómum kofanum hjá Raúl Castro eða Nicolas Maduro sem eru sérfræðingar í kúgun samfélaga. Í Venesúela var velmegun, en með valdatöku sósíalistanna eru allir innviðir morknir og ónýtir. Þar er allt hrunið með þeim árangri að meira en hálf þjóðin býr við lífskjör undir fátækramörkum og skortir mat og lyf. Þar er eymdin ein eftir. Á Kúbu er þetta enn svakalegra. Þar á varla nokkur maður í sig eða á og nýjustu bílarnir sem seljast almenningi eru frá árinu 1957. Húsnæðis- og heilbrigðismál eru á svipuðum stað og á Íslandi 1940 þegar kamrar voru við öll hús. Ekki matur eða lyf Kim Jong Un í N-Kóreu gerir út farandverkamenn til að afla þjóðinni gjaldeyris. Sjálfir bera þeir ekkert úr býtum frekar en fjölskyldurnar heima. Þar horfir fólkið á tómar matargeymslur en allar vopnageymslur fullar út úr dyrum. Það þarf vopn til að verja eymdina fyrir hinum frjálsa heimi. Leiðtogi sósíalista á Íslandi getur lært ýmislegt af Kim skoðanabróður sínum um matvælaöryggj sósíalismans. Í N-Kóreu er það litla sem til er af mat, lyfjum og víni frátekið fyrir forréttindastéttina. Samskonar forréttindastétt og leiðtogi sósíalista á Íslandi tilheyrði á útrásarárunum. Hrottaskapur Alexander Lukashenko í Hvíta Rússlandi getur svo farið yfir mannlega þáttinn með leiðtoga sósíalista á Íslandi. Þar er nú ekki komið að tómum kofanum í mannlegum hrottaskap, en hrottaskapur er kjarninn í mannlegri niðurlægingu sósíalista. Jafnvel þegar menn fara upp í dans með kónum eins og Lukashenko verða menn að láta sig hafa það að beita þeim meðulum sem duga til að kúga alþýðuna. Það sem sameinar sósíalistana Minnihlutahópar eiga sér ekki viðreisnarvon í löndum sósíalismans. Nöfn yfir hópa hinsegin fólks er ekki til nema í refsikafla laga um dauðarefsingu. Fötluðum er komið fyrir í geymslum eða gripahúsum og samfélagið viðurkennir ekki tilvist þeirra. Ríkisfjölmiðlar landanna er líklega það eina sem við Íslendingar eigum sameiginlegt með sósíalistaríkjunum. Þar eru eingöngu fluttar einlitar fréttir og bara talað við þá sem eru bestu vinir aðal. Það er mikilvægt nú fyrir kosningar að fólk geri sér grein fyrir því um hvað sósíalisminn snýst. Einræði, fátækt, frelsisskerðingar, hrottaskapur, hungur og eymd. Árið 2021 stendur kjósendum á Íslandi til boða að kjósa systurflokk sósíalískra flokka sem bjóða upp á allt það sem hér hefur verið sagt frá. Það er mikil hætta á ferðum ef talsmenn slíkrar mannvonsku komast á Alþingi Íslendinga og kjósendur ættu að hugsa sinn gang því ekkert er til sem heitir diet-sósíalismi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á Vesturlöndum hefur fólk kosningarétt og getur valið skýrar línur til hægri eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og forréttindastéttir ríkjum. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021 bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til systurflokka sinna í Hvíta Rússlandi, Venesúela, Kúbu og Norður-Kóreu. Ríki þar sem stórfelld brot á mannréttindum, matarskortur, efnahagslegur óstöðugleiki og síendurtekin ofbeldisverk, kúgun og fátækt eru daglegt brauð. Slefa styrjuhrognum Gullspæni í kokteilglösum og einkaþotur er lífstílsháttur sem leiðtogi sósíalista á Íslandi kemur með sér inn í Sósíalistaflokkinn. Það er sami lífstíll og lifnaðarháttur forréttindastétta sósíalistaríkjanna í heiminum og leiðtogar sósíalísku ríkjanna búa við. Leiðtogi Sósíalistaflokksins á Íslandi hittir því skoðanabræður sína fyrir þegar þeir setjast á pólitíska rökstóla. Þar slefa þeir styrjuhrognum yfir sérsaumuðu fötin og sötra kampavínið úr gullslegnum kristalglösum. Markmiðið er sameiginleg eymd þegna þeirra. Kamrar við hvert hús Leiðtogi sósíalista hefur enga trú á Íslandi sem hann vill gera að fylki í Noregi eða þá Kúbu norðursins. Leiðtoginn kemur ekki að tómum kofanum hjá Raúl Castro eða Nicolas Maduro sem eru sérfræðingar í kúgun samfélaga. Í Venesúela var velmegun, en með valdatöku sósíalistanna eru allir innviðir morknir og ónýtir. Þar er allt hrunið með þeim árangri að meira en hálf þjóðin býr við lífskjör undir fátækramörkum og skortir mat og lyf. Þar er eymdin ein eftir. Á Kúbu er þetta enn svakalegra. Þar á varla nokkur maður í sig eða á og nýjustu bílarnir sem seljast almenningi eru frá árinu 1957. Húsnæðis- og heilbrigðismál eru á svipuðum stað og á Íslandi 1940 þegar kamrar voru við öll hús. Ekki matur eða lyf Kim Jong Un í N-Kóreu gerir út farandverkamenn til að afla þjóðinni gjaldeyris. Sjálfir bera þeir ekkert úr býtum frekar en fjölskyldurnar heima. Þar horfir fólkið á tómar matargeymslur en allar vopnageymslur fullar út úr dyrum. Það þarf vopn til að verja eymdina fyrir hinum frjálsa heimi. Leiðtogi sósíalista á Íslandi getur lært ýmislegt af Kim skoðanabróður sínum um matvælaöryggj sósíalismans. Í N-Kóreu er það litla sem til er af mat, lyfjum og víni frátekið fyrir forréttindastéttina. Samskonar forréttindastétt og leiðtogi sósíalista á Íslandi tilheyrði á útrásarárunum. Hrottaskapur Alexander Lukashenko í Hvíta Rússlandi getur svo farið yfir mannlega þáttinn með leiðtoga sósíalista á Íslandi. Þar er nú ekki komið að tómum kofanum í mannlegum hrottaskap, en hrottaskapur er kjarninn í mannlegri niðurlægingu sósíalista. Jafnvel þegar menn fara upp í dans með kónum eins og Lukashenko verða menn að láta sig hafa það að beita þeim meðulum sem duga til að kúga alþýðuna. Það sem sameinar sósíalistana Minnihlutahópar eiga sér ekki viðreisnarvon í löndum sósíalismans. Nöfn yfir hópa hinsegin fólks er ekki til nema í refsikafla laga um dauðarefsingu. Fötluðum er komið fyrir í geymslum eða gripahúsum og samfélagið viðurkennir ekki tilvist þeirra. Ríkisfjölmiðlar landanna er líklega það eina sem við Íslendingar eigum sameiginlegt með sósíalistaríkjunum. Þar eru eingöngu fluttar einlitar fréttir og bara talað við þá sem eru bestu vinir aðal. Það er mikilvægt nú fyrir kosningar að fólk geri sér grein fyrir því um hvað sósíalisminn snýst. Einræði, fátækt, frelsisskerðingar, hrottaskapur, hungur og eymd. Árið 2021 stendur kjósendum á Íslandi til boða að kjósa systurflokk sósíalískra flokka sem bjóða upp á allt það sem hér hefur verið sagt frá. Það er mikil hætta á ferðum ef talsmenn slíkrar mannvonsku komast á Alþingi Íslendinga og kjósendur ættu að hugsa sinn gang því ekkert er til sem heitir diet-sósíalismi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun