Ál er ekki það sama og ál Sólveig Kr. Bergmann og Páll Ólafsson skrifa 1. september 2021 13:31 Alvarleg staða í loftslagsmálum er flestum ljós, en engu að síður er sláandi að lesa niðurstöður nýútkominnar ástandsskýrslu milliríkjanefndar um loftslagsmál. Skýrslan er sú svartasta hingað til og niðurstaðan er sú að grípa þarf til aðgerða strax. Við Íslendingar höfum marga möguleika til að láta gott af okkur leiða í loftslagsmálum og álframleiðsla er einn þeirra, þótt sú fullyrðing þarfnist e.t.v. útskýringar við. Eftirspurn eftir áli eykst að meðaltali um 2-3% á ári og má rekja þessa eftirspurnaraukningu beint til loftslagsmála. Einn helsti kostur málmsins er einmitt sá að hann getur í mörgum tilfellum dregið úr kolefnisspori neysluvara. Stór hluti áls sem framleitt er á Íslandi fer í samgöngutæki í Evrópu. Því meira ál sem notað er í framleiðslu bíla, því léttari verða þeir og orkunotkun þeirra minnkar. Á það jafnt við um bíla sem drifnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti eða raforku. Ál getur því bæði minnkað losun bensínbíla og auðveldað orkuskipti í samgöngum. Þá einangrar álklæðning á húsnæði vel og dregur úr orkunotkun við hitun og kælingu. Umbúðir úr áli lengja endingartíma lyfja og matvæla, og ál má svo endurnýta nánast út í það óendanlega. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum frá upphafi er enn í notkun. Uppruni raforkunnar skiptir höfuðmáli Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú staðreynd að stærstur hluti áls er framleiddur í álverum sem knúin eru með jarðefnaeldsneyti – olíu, gasi og kolum. Áætlað er að 2% koldíoxíðslosunar á heimsvísu megi rekja til áliðnaðar. Og það er sláandi staðreynd að við framleiðslu á einu tonni af áli losna um átján tonn af koldíoxíði að meðaltali. Helsta ástæða þessarar losunar er uppruni orkunnar. Ef álver er drifið af kolaorku er kolefnissporið um 20 tonn fyrir hvert framleitt tonn af áli. Ísland er í sérstakri stöðu í hópi örfárra landa þar sem raforka er nær eingöngu framleidd með endurnýjanlegum og umhverfisvænum orkugjöfum. Þegar þessi umhverfisvæna raforka er notuð til að framleiða ál, auk þess að notast við framúrskarandi framleiðsluferli, næst eftirtektarverður árangur, en losun koldíoxíðs vegna álvinnslu er minni á Íslandi en í nokkru öðru framleiðslulandi. Til að setja tölurnar í samhengi má benda á að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og álverin á Íslandi myndu sparast 550 milljónir tonna af koldíoxíðsígildum á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands um 4,5 milljónum tonna árlega. Stóra spurningin er því hvaða orkugjafar munu knýja álver framtíðarinnar, því í þessu samhengi er ál alls ekki það sama og ál. Evrópusambandið hefur skilning á mikilvægi áls þegar kemur að hringrásarhagkerfinu og hefur tekið mikilvæg skref til að sporna við notkun á áli sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti. Innan sambandsins er stefnt að því að leggja sérstaka tolla á innflutt ál með stórt kolefnisspor. Með þessu móti skapast hvatar fyrir framleiðslugeirann að nota frekar umhverfisvænna ál í framleiðslu sína. Þar eru yfirburðir íslensks áliðnaðar ótvíræðir. Á alþjóðamörkuðum með ál er nú gerður greinarmunur á grænu áli og öðru áli og hærra verð fæst fyrir það fyrrnefnda. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þessar aðgerðir muni duga til að ýta álframleiðslu heimsins í vistvænni farvegi. En þrátt fyrir að hlutfall Íslands í heildarálframleiðslu heimsins sé innan við 2% þá verður árangur okkar, sem náðst hefur með endurnýjanlegum orkugjöfum, góðu starfsfólki og stöðugleika í rekstri, öðrum álframleiðendum verðugt viðmið. Miklu munar í losun Við hjá Norðuráli teljum okkur einmitt sjá tækifæri í þeim nýja veruleika þar sem loftslagsmál spila sífellt stærra hlutverk í ákvarðanatöku fyrirtækja og einstaklinga. Þess vegna lögðum við mikla vinnu í að þróa og markaðssetja Natur-Al; ál þar sem við höfum lágmarkað kolefnisfótsporið eins og unnt er á öllum stigum – allt frá því að báxít er grafið úr jörðu þar til álið er komið til viðskiptavinar. Er heildarlosunin á hvert tonn af Natur-Al áli innan við fjórðungur af heimsmeðaltalinu. Loftslagsmál verður að taka alvarlega og föstum tökum, okkar vegna sem og komandi kynslóða. Við tökum okkar hlutverk í þeirri baráttu alvarlega og leitum allra leiða til að minnka losun í okkar rekstri. En við trúum því líka að íslenskur áliðnaður sé ein leið til að minnka losun koldíoxíðs og vinna þannig gegn þeim breytingum sem eru að verða á loftslagi jarðarinnar. Þar þarf að leita allra leiða. Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli.Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Alvarleg staða í loftslagsmálum er flestum ljós, en engu að síður er sláandi að lesa niðurstöður nýútkominnar ástandsskýrslu milliríkjanefndar um loftslagsmál. Skýrslan er sú svartasta hingað til og niðurstaðan er sú að grípa þarf til aðgerða strax. Við Íslendingar höfum marga möguleika til að láta gott af okkur leiða í loftslagsmálum og álframleiðsla er einn þeirra, þótt sú fullyrðing þarfnist e.t.v. útskýringar við. Eftirspurn eftir áli eykst að meðaltali um 2-3% á ári og má rekja þessa eftirspurnaraukningu beint til loftslagsmála. Einn helsti kostur málmsins er einmitt sá að hann getur í mörgum tilfellum dregið úr kolefnisspori neysluvara. Stór hluti áls sem framleitt er á Íslandi fer í samgöngutæki í Evrópu. Því meira ál sem notað er í framleiðslu bíla, því léttari verða þeir og orkunotkun þeirra minnkar. Á það jafnt við um bíla sem drifnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti eða raforku. Ál getur því bæði minnkað losun bensínbíla og auðveldað orkuskipti í samgöngum. Þá einangrar álklæðning á húsnæði vel og dregur úr orkunotkun við hitun og kælingu. Umbúðir úr áli lengja endingartíma lyfja og matvæla, og ál má svo endurnýta nánast út í það óendanlega. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum frá upphafi er enn í notkun. Uppruni raforkunnar skiptir höfuðmáli Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú staðreynd að stærstur hluti áls er framleiddur í álverum sem knúin eru með jarðefnaeldsneyti – olíu, gasi og kolum. Áætlað er að 2% koldíoxíðslosunar á heimsvísu megi rekja til áliðnaðar. Og það er sláandi staðreynd að við framleiðslu á einu tonni af áli losna um átján tonn af koldíoxíði að meðaltali. Helsta ástæða þessarar losunar er uppruni orkunnar. Ef álver er drifið af kolaorku er kolefnissporið um 20 tonn fyrir hvert framleitt tonn af áli. Ísland er í sérstakri stöðu í hópi örfárra landa þar sem raforka er nær eingöngu framleidd með endurnýjanlegum og umhverfisvænum orkugjöfum. Þegar þessi umhverfisvæna raforka er notuð til að framleiða ál, auk þess að notast við framúrskarandi framleiðsluferli, næst eftirtektarverður árangur, en losun koldíoxíðs vegna álvinnslu er minni á Íslandi en í nokkru öðru framleiðslulandi. Til að setja tölurnar í samhengi má benda á að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og álverin á Íslandi myndu sparast 550 milljónir tonna af koldíoxíðsígildum á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands um 4,5 milljónum tonna árlega. Stóra spurningin er því hvaða orkugjafar munu knýja álver framtíðarinnar, því í þessu samhengi er ál alls ekki það sama og ál. Evrópusambandið hefur skilning á mikilvægi áls þegar kemur að hringrásarhagkerfinu og hefur tekið mikilvæg skref til að sporna við notkun á áli sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti. Innan sambandsins er stefnt að því að leggja sérstaka tolla á innflutt ál með stórt kolefnisspor. Með þessu móti skapast hvatar fyrir framleiðslugeirann að nota frekar umhverfisvænna ál í framleiðslu sína. Þar eru yfirburðir íslensks áliðnaðar ótvíræðir. Á alþjóðamörkuðum með ál er nú gerður greinarmunur á grænu áli og öðru áli og hærra verð fæst fyrir það fyrrnefnda. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þessar aðgerðir muni duga til að ýta álframleiðslu heimsins í vistvænni farvegi. En þrátt fyrir að hlutfall Íslands í heildarálframleiðslu heimsins sé innan við 2% þá verður árangur okkar, sem náðst hefur með endurnýjanlegum orkugjöfum, góðu starfsfólki og stöðugleika í rekstri, öðrum álframleiðendum verðugt viðmið. Miklu munar í losun Við hjá Norðuráli teljum okkur einmitt sjá tækifæri í þeim nýja veruleika þar sem loftslagsmál spila sífellt stærra hlutverk í ákvarðanatöku fyrirtækja og einstaklinga. Þess vegna lögðum við mikla vinnu í að þróa og markaðssetja Natur-Al; ál þar sem við höfum lágmarkað kolefnisfótsporið eins og unnt er á öllum stigum – allt frá því að báxít er grafið úr jörðu þar til álið er komið til viðskiptavinar. Er heildarlosunin á hvert tonn af Natur-Al áli innan við fjórðungur af heimsmeðaltalinu. Loftslagsmál verður að taka alvarlega og föstum tökum, okkar vegna sem og komandi kynslóða. Við tökum okkar hlutverk í þeirri baráttu alvarlega og leitum allra leiða til að minnka losun í okkar rekstri. En við trúum því líka að íslenskur áliðnaður sé ein leið til að minnka losun koldíoxíðs og vinna þannig gegn þeim breytingum sem eru að verða á loftslagi jarðarinnar. Þar þarf að leita allra leiða. Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli.Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun