Enski boltinn

Chelsea kært vegna hegðunar leikmanna gegn Liverpool

Sindri Sverrisson skrifar
Það var hiti í mönnum í leik Chelsea og Liverpool á laugardaginn.
Það var hiti í mönnum í leik Chelsea og Liverpool á laugardaginn. Getty/Simon Stacpoole

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Chelsea vegna hegðunar leikmanna í 1-1 jafnteflinu við Liverpool um liðna helgi.

Upp úr sauð undir lok fyrri hálfleiks þegar Liverpool fékk vítaspyrnu og Reece James var rekinn af velli fyrir að koma í veg fyrir mark með því að handleika knöttinn, en boltinn skoppaði í höndina af læri hans.

Edouard Mendy og Antonio Rudiger voru meðal þeirra Chelsea-manna sem mótmæltu niðurstöðu Anthony Taylor dómara. Þeir fengu báðir að líta gult spjald.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kvaðst eftir leik vera óánægður með dómgæsluna en Taylor skoðaði atvikið aðeins í örskamma stund á skjá áður en hann kvað upp sinn úrskurð.

Chelsea hefur frest fram á föstudag til að bregðast við kærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×