Lífið

Oddvitaáskorunin: „Skellihló allan tímann á meðan ég réri lífróður“

Samúel Karl Ólason skrifar
Glúmur

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Glúmur Baldvinsson leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum.

„Ísland er lítið forríkt land með 370 þúsund íbúa og er þar með í stakk búið til að byggja hér fyrirmyndarríki jöfnuðar og spillingarleysis. Það hefur mistekist. Ástæðan fyrir því að ég vil í pólitík er að leiðrétta þetta og gera Ísland að fyrirmyndarríki jöfnuðar, jafnréttis og bræðralags.“

„Ísland á að vera fyrirmyndarríkið sem önnur ríki líta til með öfundaraugum og gera það að leiðarljósi sínu um betra samfélag. Að því mun ég stefna og þess vegna vil ég í pólitík. Því hef rétt er haldið á spilunum á hér engan að skorta neitt. Nóg er til handa öllum.“

Klippa: Oddvitaáskorun: Glúmur Baldvinsson

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Dýrafjörður fyrir vestan.

Hvað færðu þér í bragðaref?

Helst hvergi komist ég hjá því. Nú á dögum er ekki hægt að kaupa sér ís með dýfu án þess að lenda í gettu betur keppni. Úrvalið er orðið óþolandi mikið.

Uppáhalds bók?

Bör Börson eftir Johan Falkberget. Drepfyndið háð um fábjána sem verður billjóner og forsætisráðherra. Minnir um margt á nýríkt Íslands.

Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla)

Veit nú ekki alveg hvað guilty pleasure lag á að tákna en ætli ég segi ekki Creep með Radio Head. Minnir á mig.

Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi)

Í Mosfellsdalnum eða Reykjabyggð í Mosfellsbæ.

Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi.

Ástina. Ástina á dögum COVID.

Hvað tekur þú í bekk?

Síðast þegar ég var í formi fyrir hálfu ári náði ég mest 80 kg. En stóð mig betur í Dead lift. 110 kg.

Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat?

Fyrir morgunmat.

Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu)

Einræðisherra, Hollywood leikari eða rithöfundur Hemingway style.

Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi?

Ég myndi spyrja hvort hann væri að grínast og halda honum í einrúmi til eilífðar.

Uppáhalds tónlistarmaður?

Elvis Lennon.

Besti fimmaurabrandarinn?

Tveir gamlingjar hittast á förnum vegi. Höfðu ekki hist síðan á menntaskólaárum. „Gott að sjá þig aftur,“ segir Guðmundur við Sigurð. „Sömuleiðis Guðmundur minn,“ svarar Sigurður. „Heyrðu hvað er að sjá þig Sigurður þú ert með banana í eyrunum?“ „Ha?“ hváir Sigurður.

„Jú þú ert með banana í eyrunum Sigurður.“

Sigurður heyrir ekkert og segir bara Ha í hækkandi tónstigi. Svo heldur þessi orðræða áfram um skeið þar til Guðmundur hallar sér alveg upp að Sigurði og æpir: „Sigurður þú ert með banana í eyrunum.“

Þá hristir Sigurður höfuðið og segir: Guðmundur minn ég heyri ekkert hvað þú segir því ég er nefnilega með banana í eyrunum.

Glúmur og Snæfríður systir hans.

Ein sterkasta minningin úr æsku?

Þegar ég var um tíu ára ásamt vinum mínum í árabátnum Kommanum að róa inn fjörðinn Skutulsfjörð við Ísafjörð eftir fiskerí. Þá gerðist svo mikill mótvindur að litlum mátti muna okkur hefði rekið til Grænlands. En það hafðist fyrir rest að róa í land. En tæpt var það. Og það undarlegasta var var að ég skellihló allan tímann á meðan ég réri lífróður.

Hver er fyrirmynd þín í pólitík?

Blanda af Bobby Kennedy og Boris Johnson.

Besta íslenska Eurovision-lagið?

Hægt og hljótt eftir Valla og sungið af frænku minni Höllu Margréti.

Besta frí sem þú hefur farið í?

Með fjölskyldunni 1978 þegar við keyrðum alla leið frá Munchen til Brindisi Ítalíu og tókum ferju til Grikklands og keyrðum svo tilbaka í gegnum fyrrrum Júgóslavíu til Ítalíu. Lignano. Ítalía er mitt uppáhaldsland.

Uppáhalds þynnkumatur?

Skyr með rjóma.

Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið?

Einu sinni en gert fjórar tilraunir. Það kaus bara að gjósa ekki í þrjú skipti af fjórum.

Uppáhalds Fóstbræðraatriði?

Þegar Jón Gnarr hittir Benna og lýsir honum hvað kom fyrir Sigga. Sumsé hvernig Siggi eða hvað hann hét var barinn í klessu.

Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum?

Þegar ég stofnaði veðbanka í kringum íslenska körfuboltaleiki og vann sjálfur pottinn í tvö fyrstu skiptin fyrir hreina heppni. Þar með hvarf traustið á bankanum.

Rómantískasta uppátækið?

Þegar ég sá að blóm dyggðu ekki lengur til að friða þáverandi kærustu mína og núverandi barnsmóður sem þá var í MR. Svo ég keypti eins stórt tré og ég fann og lét senda henni bent í tíma í MR og fylgdist svo með atgangnum úr fjarlægð því margir þurftu að aðstoða hana við að burðast með tréið útí bíl. Það lukkaðist






Fleiri fréttir

Sjá meira


×