Innlent

Einn í haldi vegna kyn­ferðis­brots í heima­húsi í Eyjum

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík.

Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, staðfestir við Vísi að komið hafi upp kynferðisbrotamál í nótt og að það sé til rannsóknar. Fórnarlambið er kona á þrítugsaldri. Hann sagðist ekki geta veitt frekari upplýsingar um brotið að öðru leyti en að það væri rannsakað sem kynferðisbrot.

Ekki er óvanalegt að fórnarlömbum kynferðisofbeldis sé flogið til Reykjavíkur til rannsóknar. Tryggvi segir að það sé gert til þess að safna sönnunargögnum í þágu rannsóknar. Það hafi nokkrum sinnum komið fyrir að fólk hafi verið flutt til rannsóknar í Reykjavík af þessari ástæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×