Englendingar á toppi I-riðils eftir öruggan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harry Kane skoraði annað mark Englendinga í kvöld.
Harry Kane skoraði annað mark Englendinga í kvöld. Lars Baron/Pool Photo via AP

Ungverjar tóku á móti Englendingum í toppslag I-riðils í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Raheem Sterling og nafnarnir Harry Kane og Maguire sáu um markaskorun Englendinga í 3-0 sigri.

Englendingar stjórnuðu leiknum að miklu leiti í fyrri hálfleik og voru miklu meira með boltann. Ekki tókst þeim þó að koma boltanum í netið og staðan var 0-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós þegar að seinni hálfleikur var aðeins tíu mínútna gamall. Mason Mount fann þá Raheem Sterling sem kláraði færið vel og kom Englendingum í 1-0.

Átta mínútum síðar lagði Sterling svo upp annað mark leiksins þegar að fyrirgjöf hans fann kollinn á Harry Kane sem stýrði boltanum í netið og tvöfaldaði forystu gestanna.

Þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka tók Luke Shaw hornspyrnu fyrir Englendinga og Harry Maguire kom á ferðinni og stangaði boltann í netið.

Declan Rice innsyglaði svo 4-0 sigur Englendinga með marki á 87. mínútu eftir stoðsendingu frá Jack Grealish.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan því 3-0, Englendingum í vil, en þeir eru enn með fullt hús stiga á toppi riðilsins eftir fjóra leiki. Ungverjar eru hinsvegar með sjö stig í þriðja sæti riðilsins, jafn mörg stig og Pólverjar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira