„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2024 17:16 Heimir Guðjónsson var að klára sitt annað tímabil með FH eftir að hann sneri aftur í Kaplakrika. vísir/diego Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. Talsverðar breytingar urðu á leikmannahópi FH í júlíglugganum svokallaða. Liðið gerði leikmannaskipti við KR, fékk Kristján Flóka Finnbogason en Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson fóru í hina áttina. Úlfur Ágúst Björnsson fór í nám til Bandaríkjanna og Dusan Brkovic í Leikni R. Þá fékk FH Ingimar Torbjörnsson Stöle frá KA og Robby Wakaka frá Gent. Óhætt er að segja að FH hafi ekki farið vel út úr þessum breytingum. Liðið vann aðeins einn af síðustu ellefu leikjum sínum í Bestu deildinni og fékk aðeins eitt stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppni efri hlutans. „Fyrir mér er þetta ósköp einfalt. Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil og mögulega baráttu um Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem farið yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Þessi skipti sem þeir gerðu gengu engan veginn upp. Samningurinn sem þeir gerðu við KR fannst mér ekki góður fyrir FH. Það að fá Flóka í staðinn fyrir Gyrði og Ástbjörn, mér fannst halla á Fimleikafélagið þar. Flóki gerði eitt mark sem er alls ekki nóg.“ Mikill missir af Úlfi Atli Viðar segir að FH-ingar hafi saknað Úlfs sárt á lokasprettinum. Hann skoraði fimm mörk í þrettán deildarleikjum áður en hann hélt aftur vestur um haf. Hann stundar nám og spilar með Duke háskólanum. „Það virðist hafa verið alveg gríðarlegt áfall. Hann er þessu FH-liði greinilega afar mikilvægur og það var áberandi í fyrstu leikjunum í vor hvað hann hleypti miklu lífi í þetta,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Talsverðar breytingar urðu á leikmannahópi FH í júlíglugganum svokallaða. Liðið gerði leikmannaskipti við KR, fékk Kristján Flóka Finnbogason en Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson fóru í hina áttina. Úlfur Ágúst Björnsson fór í nám til Bandaríkjanna og Dusan Brkovic í Leikni R. Þá fékk FH Ingimar Torbjörnsson Stöle frá KA og Robby Wakaka frá Gent. Óhætt er að segja að FH hafi ekki farið vel út úr þessum breytingum. Liðið vann aðeins einn af síðustu ellefu leikjum sínum í Bestu deildinni og fékk aðeins eitt stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppni efri hlutans. „Fyrir mér er þetta ósköp einfalt. Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil og mögulega baráttu um Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem farið yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Þessi skipti sem þeir gerðu gengu engan veginn upp. Samningurinn sem þeir gerðu við KR fannst mér ekki góður fyrir FH. Það að fá Flóka í staðinn fyrir Gyrði og Ástbjörn, mér fannst halla á Fimleikafélagið þar. Flóki gerði eitt mark sem er alls ekki nóg.“ Mikill missir af Úlfi Atli Viðar segir að FH-ingar hafi saknað Úlfs sárt á lokasprettinum. Hann skoraði fimm mörk í þrettán deildarleikjum áður en hann hélt aftur vestur um haf. Hann stundar nám og spilar með Duke háskólanum. „Það virðist hafa verið alveg gríðarlegt áfall. Hann er þessu FH-liði greinilega afar mikilvægur og það var áberandi í fyrstu leikjunum í vor hvað hann hleypti miklu lífi í þetta,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira