„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2024 17:16 Heimir Guðjónsson var að klára sitt annað tímabil með FH eftir að hann sneri aftur í Kaplakrika. vísir/diego Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. Talsverðar breytingar urðu á leikmannahópi FH í júlíglugganum svokallaða. Liðið gerði leikmannaskipti við KR, fékk Kristján Flóka Finnbogason en Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson fóru í hina áttina. Úlfur Ágúst Björnsson fór í nám til Bandaríkjanna og Dusan Brkovic í Leikni R. Þá fékk FH Ingimar Torbjörnsson Stöle frá KA og Robby Wakaka frá Gent. Óhætt er að segja að FH hafi ekki farið vel út úr þessum breytingum. Liðið vann aðeins einn af síðustu ellefu leikjum sínum í Bestu deildinni og fékk aðeins eitt stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppni efri hlutans. „Fyrir mér er þetta ósköp einfalt. Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil og mögulega baráttu um Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem farið yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Þessi skipti sem þeir gerðu gengu engan veginn upp. Samningurinn sem þeir gerðu við KR fannst mér ekki góður fyrir FH. Það að fá Flóka í staðinn fyrir Gyrði og Ástbjörn, mér fannst halla á Fimleikafélagið þar. Flóki gerði eitt mark sem er alls ekki nóg.“ Mikill missir af Úlfi Atli Viðar segir að FH-ingar hafi saknað Úlfs sárt á lokasprettinum. Hann skoraði fimm mörk í þrettán deildarleikjum áður en hann hélt aftur vestur um haf. Hann stundar nám og spilar með Duke háskólanum. „Það virðist hafa verið alveg gríðarlegt áfall. Hann er þessu FH-liði greinilega afar mikilvægur og það var áberandi í fyrstu leikjunum í vor hvað hann hleypti miklu lífi í þetta,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Talsverðar breytingar urðu á leikmannahópi FH í júlíglugganum svokallaða. Liðið gerði leikmannaskipti við KR, fékk Kristján Flóka Finnbogason en Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson fóru í hina áttina. Úlfur Ágúst Björnsson fór í nám til Bandaríkjanna og Dusan Brkovic í Leikni R. Þá fékk FH Ingimar Torbjörnsson Stöle frá KA og Robby Wakaka frá Gent. Óhætt er að segja að FH hafi ekki farið vel út úr þessum breytingum. Liðið vann aðeins einn af síðustu ellefu leikjum sínum í Bestu deildinni og fékk aðeins eitt stig af fimmtán mögulegum í úrslitakeppni efri hlutans. „Fyrir mér er þetta ósköp einfalt. Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil og mögulega baráttu um Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem farið yfir nýafstaðið tímabil í Bestu deild karla. „Þessi skipti sem þeir gerðu gengu engan veginn upp. Samningurinn sem þeir gerðu við KR fannst mér ekki góður fyrir FH. Það að fá Flóka í staðinn fyrir Gyrði og Ástbjörn, mér fannst halla á Fimleikafélagið þar. Flóki gerði eitt mark sem er alls ekki nóg.“ Mikill missir af Úlfi Atli Viðar segir að FH-ingar hafi saknað Úlfs sárt á lokasprettinum. Hann skoraði fimm mörk í þrettán deildarleikjum áður en hann hélt aftur vestur um haf. Hann stundar nám og spilar með Duke háskólanum. „Það virðist hafa verið alveg gríðarlegt áfall. Hann er þessu FH-liði greinilega afar mikilvægur og það var áberandi í fyrstu leikjunum í vor hvað hann hleypti miklu lífi í þetta,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti