Raunhæfar lausnir gegn loftslagsvá til framtíðar Elín Björk Jónasdóttir og Sigurður Loftur Thorlacius skrifa 2. september 2021 19:30 Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun