Norðmenn á toppi G-riðils eftir sigur gegn Lettum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2021 18:05 Erling Bratu Håland skoraði fyrra mark Norðmanna í dag. ANP Sport via Getty Images Noregur vann í dag 2-0 sigur gegn Lettum í undankeppni HM 2022. Norðmenn eru nú efstir í G-riðli með tíu stig, en hafa leikið einum leik meira en liðin fyrir neðan þá. Á átjándu mínútu dró til tíðinda þegar að Raivis Jurkovskis var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Dómurinn þótti nokkuð umdeildur, en eftir skoðun myndbandsdómara ákvað ísraelski dómarinn David Fucsman að halda sig við dóminn. Erling Braut Håland fór á punktinn og skoraði framhjá Pavels Steinbors og kom Norðmönnum þar með í 1-0. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og því voru það Norðmenn sem að leiddu þegar að gengið var til búningsherbergja. Noregur hafði stjórnað leiknum að miklu leiti í fyrri hálfleik og þeir héldu því áfram í þeim seinni. Það skilaði sér loks á 66. mínútu þegar að Birger Meling kom boltanum fyrir markið og Mohamed Elyounoussi kláraði færið vel. Norðmenn héldu boltanum nokkuð vel það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum góðan 2-0 sigur. Liðið er nú með tíu stig á toppi G-riðils, en hafa þó leikið einum leik meira en Tyrkir, Hollendingar og Svartfellingar sem koma í sætunum þar á eftir. Lettar eru hinsvegar í fimmta sæti riðilsins með fjögur stig. Fótbolti HM 2022 í Katar
Noregur vann í dag 2-0 sigur gegn Lettum í undankeppni HM 2022. Norðmenn eru nú efstir í G-riðli með tíu stig, en hafa leikið einum leik meira en liðin fyrir neðan þá. Á átjándu mínútu dró til tíðinda þegar að Raivis Jurkovskis var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Dómurinn þótti nokkuð umdeildur, en eftir skoðun myndbandsdómara ákvað ísraelski dómarinn David Fucsman að halda sig við dóminn. Erling Braut Håland fór á punktinn og skoraði framhjá Pavels Steinbors og kom Norðmönnum þar með í 1-0. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og því voru það Norðmenn sem að leiddu þegar að gengið var til búningsherbergja. Noregur hafði stjórnað leiknum að miklu leiti í fyrri hálfleik og þeir héldu því áfram í þeim seinni. Það skilaði sér loks á 66. mínútu þegar að Birger Meling kom boltanum fyrir markið og Mohamed Elyounoussi kláraði færið vel. Norðmenn héldu boltanum nokkuð vel það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum góðan 2-0 sigur. Liðið er nú með tíu stig á toppi G-riðils, en hafa þó leikið einum leik meira en Tyrkir, Hollendingar og Svartfellingar sem koma í sætunum þar á eftir. Lettar eru hinsvegar í fimmta sæti riðilsins með fjögur stig.