Fimmta jafntefli Úkraínumanna í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2021 20:40 Úkraínumenn eru með fimm stig eftir fimm jafntefli í fimm leikjum. Stanislav Vedmid/DeFodi Images via Getty Images Frakkland mætti Úkraínu í D-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Liðin skildu jöfn 1-1, en þetta var annað jafntefli Frakka í röð, en það fimmta hjá Úkraínumönnum. Það tók liðin rétt tæpan fyrri hálfleikinn að brjóta ísinn, en það var Mykola Shaparenko sem kom Úkraínumönnum yfir á 44. mínútu. Staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks. Anthony Martial jafnaði metin fyrir Frakka snemma í seinni hálfleik, en það reyndist líka síðasta mark leiksins. Lokatölur því 1-1 og Frakkar eru enn á toppi riðilsins með níu stig eftir fimm leiki. Úkraínumenn eru hinsvegar í þriðja sæti með fimm stig eftir fimm jafntefli í fimm leikjum. Fótbolti HM 2022 í Katar
Frakkland mætti Úkraínu í D-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Liðin skildu jöfn 1-1, en þetta var annað jafntefli Frakka í röð, en það fimmta hjá Úkraínumönnum. Það tók liðin rétt tæpan fyrri hálfleikinn að brjóta ísinn, en það var Mykola Shaparenko sem kom Úkraínumönnum yfir á 44. mínútu. Staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks. Anthony Martial jafnaði metin fyrir Frakka snemma í seinni hálfleik, en það reyndist líka síðasta mark leiksins. Lokatölur því 1-1 og Frakkar eru enn á toppi riðilsins með níu stig eftir fimm leiki. Úkraínumenn eru hinsvegar í þriðja sæti með fimm stig eftir fimm jafntefli í fimm leikjum.