Danir með fullt hús stiga eftir nauman sigur gegn Færeyingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2021 20:54 Jonas Wind skoraði eina mark leiksins. Hér er hann í vináttulandsleik gegn Færeyjum síðasta sumar. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images Danir unnu í kvöld nauman 1-0 útisigur gegn Færyingum í undankeppni HM 2022. Jonas Wind skoraði eina mark leiksins. Danir voru mun líklegir aðilinn allan leikinn, en heimamenn ætluðu augljóslega að selja sig dýrt. Færeygingar voru því ansi slegnir þegar að Jonas Wind kom boltanum í netið á seinustu mínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks. Færeyingar töpuðu þá boltanum á hættulegum stað og hann barst á Jonas Wind sem tók skemmtilegt þríhyrningaspil við Anders Christiansen og smellti boltanum svo í fjærhornið. Við nánari skoðun myndbandsdómarar kom þó í ljós að Jonas Wind var rangstæður þegar að Danir unnu boltann og markið því réttilega dæmt af og staðan enn markalaus þegar að flautað var til hálfleiks. Gestirnir frá Danmörku héldu áfram að stjórna leiknum í síðari hálfleik, en það dró ekki til tíðinda fyrr en að um fimm mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Rene Joensen að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Mathias Jensen tók aukaspyrnuna og fyrirgjöf hans fann kollinn á Jonas Wind sem skallaði boltann í netið og tryggði Dönum 1-0 sigur. Danir eru því enn með fullt hús stiga á toppi F-riðils, en Færeyingar eru jafnir Moldavíu í neðsta sæti með eitt stig. Fótbolti HM 2022 í Katar
Danir unnu í kvöld nauman 1-0 útisigur gegn Færyingum í undankeppni HM 2022. Jonas Wind skoraði eina mark leiksins. Danir voru mun líklegir aðilinn allan leikinn, en heimamenn ætluðu augljóslega að selja sig dýrt. Færeygingar voru því ansi slegnir þegar að Jonas Wind kom boltanum í netið á seinustu mínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks. Færeyingar töpuðu þá boltanum á hættulegum stað og hann barst á Jonas Wind sem tók skemmtilegt þríhyrningaspil við Anders Christiansen og smellti boltanum svo í fjærhornið. Við nánari skoðun myndbandsdómarar kom þó í ljós að Jonas Wind var rangstæður þegar að Danir unnu boltann og markið því réttilega dæmt af og staðan enn markalaus þegar að flautað var til hálfleiks. Gestirnir frá Danmörku héldu áfram að stjórna leiknum í síðari hálfleik, en það dró ekki til tíðinda fyrr en að um fimm mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Rene Joensen að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Mathias Jensen tók aukaspyrnuna og fyrirgjöf hans fann kollinn á Jonas Wind sem skallaði boltann í netið og tryggði Dönum 1-0 sigur. Danir eru því enn með fullt hús stiga á toppi F-riðils, en Færeyingar eru jafnir Moldavíu í neðsta sæti með eitt stig.