Umfjöllun: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og redduðu stigi Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 5. september 2021 19:31 Íslenska liðið fagnar jöfnumarki Andra Lucasar Guðjohnsen. vísir/hulda margrét Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. Ísland er því með fjögur stig eftir fyrri helming undankeppninnar, eða fimm leiki, og ekkert útlit fyrir að liðið sé á leið til Katar á næsta ári. Liðið mætir næst Þýskalandi á miðvikudagskvöld. Gestirnir voru 2-0 yfir þegar korter var til leiksloka en líflegir varamenn frískuðu upp á leik íslenska liðsins auk þess sem Albert Guðmundsson fór úr öðrum í fimmta gír eftir að hafa verið færður inn af kantinum. Aukaspyrna hans skapaði fyrra mark Íslands en Brynjar Ingi Bjarnason, sem átti góðan leik, fylgdi á eftir skotinu og skoraði af stuttu færi. Andri Lucas jafnaði svo metin á 84. mínútu, rétt eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir undirbúning Alberts og Jóns Dags Þorsteinssonar og varð þar með þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til að skora í A-landsleik. Óboðlegt vel fram í seinni hálfleik Það er hægt að horfa jákvæðum augum á lokakaflann og það hvernig íslenska liðinu tókst að klóra sig upp úr djúpri gröf. Stig á heimavelli gegn Norður-Makedóníu, liði sem var í D-deild síðustu Þjóðadeildar og ætti að vera næstlakasti mótherji Íslands í keppninni, á eftir Liechtenstein, er hins vegar lítið til að fagna. Stærstur hluti leiksins var sem hreinasta martröð af hálfu íslenska liðsins og versta frammistaða, að minnsta kosti í leik í undankeppni stórmóts, í háa herrans tíð. Birkir Bjarnason í baráttunni í sínum hundraðasta leik.Vísir/Hulda Margrét Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson geta alla vega rifjað upp marga tugi leikja með betri minningum en frá þeim hundraðasta sem þeir spiluðu báðir í dag. Arnar Þór Viðarsson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Rúmeníu og setti til að mynda Guðlaug Victor Pálsson á bekkinn og gaf Ísaki Bergmann Jóhannessyni fyrsta leik í byrjunarliði í undankeppni. Reynslulítil miðjan, með hina ungu Ísak og Andra Fannar Baldursson, ásamt reyndar Birki Bjarnasyni, varð undir gegn gestunum í fyrri hálfleiknum. Eftir stórsókn á fyrstu mínútu náði Ísland ekki að byggja upp eina einustu sókn fram í miðjan seinni hálfleik. Vörnin skilaði boltanum illa frá sér, sóknarlínan var týnd, og Norður-Makedóníumenn áttu ekki í neinum vandræðum með að loka á allar tilraunir íslenska liðsins til að sækja fram á við. Það var einnig óöryggi í varnarleiknum, ekki síst í föstum leikatriðum og eftir tvær hættulegar hornspyrnur gestanna í röð skoruðu þeir með skalla Darko Velkovski af nærstöng. Hann stakk sér fram fyrir Viðar Örn Kjartansson en Rúnar Alex Rúnarsson hefði sennilega getað gert betur í markinu. Jón Dagur Þorsteinsson frískaði verulega upp á leik íslenska liðsins ásamt fleiri varamönnum.vísir/hulda margrét Gestirnir komust tvívegis í fína stöðu í fyrri hálfleiknum til að skora en náðu ekki að nýta sér það. Snemma í seinni hálfleik kom svo seinna mark þeirra, eftir slæma sendingu Guðmundar Þórarinsson á milli kanta, þegar Ezgjan Alioski skoraði án þess að þurfa að setja mikinn kraft í skotið. Sluppu með skrekkinn Við svo búið gerði Arnar Þór Viðarsson þrefalda skiptingu til að hleypa lífi í leik íslenska liðsins, og það heppnaðist. Mikill hraði og fjör var í leiknum síðustu tuttugu mínúturnar en það var þó ekki þannig að Ísland næði fullum tökum á honum og verðskuldaði fyllilega að jafna metin. Norður-Makedónía átti til að mynda bæði stangarskot og skalla sem var á leið í markið þegar Brynjar Ingi stökk til bjargar og náði að skalla frá af marklínu. Leikurinn var gjörsamlega galopinn á lokamínútunum og Ísland hefði sömuleiðis getað skorað sigurmark þó að lítil innistæða væri fyrir því. Með frammistöðu eins og í dag verður íslenska liðið kaffært af Þjóðverjum á miðvikudaginn en síðasta korterið í leiknum gefur von um að þetta mikið endurnýjaða lið berjist af lífs og sálar kröftum fyrir stigum þar og óvænt líf kvikni í HM-draumnum. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum. 5. september 2021 19:26 „Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04 Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 „Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum. 5. september 2021 18:37 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 5. september 2021 18:22 Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11
Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. Ísland er því með fjögur stig eftir fyrri helming undankeppninnar, eða fimm leiki, og ekkert útlit fyrir að liðið sé á leið til Katar á næsta ári. Liðið mætir næst Þýskalandi á miðvikudagskvöld. Gestirnir voru 2-0 yfir þegar korter var til leiksloka en líflegir varamenn frískuðu upp á leik íslenska liðsins auk þess sem Albert Guðmundsson fór úr öðrum í fimmta gír eftir að hafa verið færður inn af kantinum. Aukaspyrna hans skapaði fyrra mark Íslands en Brynjar Ingi Bjarnason, sem átti góðan leik, fylgdi á eftir skotinu og skoraði af stuttu færi. Andri Lucas jafnaði svo metin á 84. mínútu, rétt eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir undirbúning Alberts og Jóns Dags Þorsteinssonar og varð þar með þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til að skora í A-landsleik. Óboðlegt vel fram í seinni hálfleik Það er hægt að horfa jákvæðum augum á lokakaflann og það hvernig íslenska liðinu tókst að klóra sig upp úr djúpri gröf. Stig á heimavelli gegn Norður-Makedóníu, liði sem var í D-deild síðustu Þjóðadeildar og ætti að vera næstlakasti mótherji Íslands í keppninni, á eftir Liechtenstein, er hins vegar lítið til að fagna. Stærstur hluti leiksins var sem hreinasta martröð af hálfu íslenska liðsins og versta frammistaða, að minnsta kosti í leik í undankeppni stórmóts, í háa herrans tíð. Birkir Bjarnason í baráttunni í sínum hundraðasta leik.Vísir/Hulda Margrét Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson geta alla vega rifjað upp marga tugi leikja með betri minningum en frá þeim hundraðasta sem þeir spiluðu báðir í dag. Arnar Þór Viðarsson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Rúmeníu og setti til að mynda Guðlaug Victor Pálsson á bekkinn og gaf Ísaki Bergmann Jóhannessyni fyrsta leik í byrjunarliði í undankeppni. Reynslulítil miðjan, með hina ungu Ísak og Andra Fannar Baldursson, ásamt reyndar Birki Bjarnasyni, varð undir gegn gestunum í fyrri hálfleiknum. Eftir stórsókn á fyrstu mínútu náði Ísland ekki að byggja upp eina einustu sókn fram í miðjan seinni hálfleik. Vörnin skilaði boltanum illa frá sér, sóknarlínan var týnd, og Norður-Makedóníumenn áttu ekki í neinum vandræðum með að loka á allar tilraunir íslenska liðsins til að sækja fram á við. Það var einnig óöryggi í varnarleiknum, ekki síst í föstum leikatriðum og eftir tvær hættulegar hornspyrnur gestanna í röð skoruðu þeir með skalla Darko Velkovski af nærstöng. Hann stakk sér fram fyrir Viðar Örn Kjartansson en Rúnar Alex Rúnarsson hefði sennilega getað gert betur í markinu. Jón Dagur Þorsteinsson frískaði verulega upp á leik íslenska liðsins ásamt fleiri varamönnum.vísir/hulda margrét Gestirnir komust tvívegis í fína stöðu í fyrri hálfleiknum til að skora en náðu ekki að nýta sér það. Snemma í seinni hálfleik kom svo seinna mark þeirra, eftir slæma sendingu Guðmundar Þórarinsson á milli kanta, þegar Ezgjan Alioski skoraði án þess að þurfa að setja mikinn kraft í skotið. Sluppu með skrekkinn Við svo búið gerði Arnar Þór Viðarsson þrefalda skiptingu til að hleypa lífi í leik íslenska liðsins, og það heppnaðist. Mikill hraði og fjör var í leiknum síðustu tuttugu mínúturnar en það var þó ekki þannig að Ísland næði fullum tökum á honum og verðskuldaði fyllilega að jafna metin. Norður-Makedónía átti til að mynda bæði stangarskot og skalla sem var á leið í markið þegar Brynjar Ingi stökk til bjargar og náði að skalla frá af marklínu. Leikurinn var gjörsamlega galopinn á lokamínútunum og Ísland hefði sömuleiðis getað skorað sigurmark þó að lítil innistæða væri fyrir því. Með frammistöðu eins og í dag verður íslenska liðið kaffært af Þjóðverjum á miðvikudaginn en síðasta korterið í leiknum gefur von um að þetta mikið endurnýjaða lið berjist af lífs og sálar kröftum fyrir stigum þar og óvænt líf kvikni í HM-draumnum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum. 5. september 2021 19:26 „Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04 Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43 „Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum. 5. september 2021 18:37 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 5. september 2021 18:22 Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11
Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum. 5. september 2021 19:26
„Ég er bara ótrúlega stoltur“ Birkir Bjarnason spilaði sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland er liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hann var sáttari við áfangann en spilamennsku íslenska liðsins. 5. september 2021 19:04
Birkir Már: Frábært að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir Birkir Már Sævarsson lék sinn hundraðasta landsleik í dag þegar íslenska liðið tryggði sér jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM með tveimur mörkum undir lokin. 5. september 2021 18:43
„Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum. 5. september 2021 18:37
Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23
Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 5. september 2021 18:22
Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11